Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2008 | 15:20
Áram Ísland
Kennslumyndband í fagni... og koma svo !
Áfram ísland !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2008 | 17:23
Franskar konur fitna ekki.
Það var gefin út bók sem upplýsir lesandann um það af hverju franskar konur fitna ekki. Ég hef aðeins gluggað í þessa bók en hef ekki prufa þessa frönsku aðferð. Ég ætlaði reyndar að nota helgina í að prufa eina aðferð úr bókinni. En ég treysti mér ekki til þess þegar á hólminn var komið. Þetta gengur sem sagt út á það að laugardag og sunnudag er bara drukkið seiði frá blaðlauk og borðaður blaðlaukurinn til að seðja sárasta hungrið.
Ef ykkur langar að losna við tvö kíló yfir eina helgi þá er þetta víst að virka. Ég fékk staðfestingu á því um daginn. En ég guggnaði. Mér klígjaði svo við lauknum að ég hélt að ég myndi kasta upp
En hér er uppskriftin að tveggja kíló losunarkúr. TÖFRALAUKSSÚPA (SEYÐI) Fyrir einn fyrir helgi:
- Eitt kíló af blaðlauk þarf í súpuna. Laukarnir eru hreinasðir vel og allur sandur og mold skoluð af. Dökkgræni endinn er skorinn af að mestu þannig að eftir er allur hvíti hlutinn og svolítið af þeim ljósgræna.
- Laukarnir eru setti í stóran pott og vatni hellt yfir og látið þekja þá. Suðan er látin koma upp, hitinn lækkaður og látið malla loklaust í 20 til 30 mínútur. Vökvanum er hellt af og hann er geymdur. Laukarnir eru settir í skál.
Seyðið er drukkuð (upphitað eða við stofuhita eftir smekk) á tveggja til þriggja stunda fresti, einn bolli í einu.
Á máltíðum eða þegar hungrið sverfur að má borða laukana sjálf, 1/2 bolla í einu. Fáeinum dropum af jómfrúarolíu og sítrónusafa er ýrt yfir. Kryddað hótlega með salti og pipar. síðan má áldra niðurskorinni steinselju yfir.
Þetta verður næringin báða dagana fram að kvöldmat á sunnudag, en þá er leyfilegt að fá sér svolítinn bita af kjöti eða fiski (120 til 180 g - ekki losa þig strax við vigtina!) ásamt tvenns konar rænmeti, gufusoðnu með ögn af smjöri eða ólfuolíuog einum ávexti.
Úff... ég var komið með kvíðakast fyrir helginni í morgun. Búin að fá mér einn bolla af seiðinu og smá af lauknum til að fara ekki alveg með tóman maga út úr húsi. Setti seiði á flösku til að taka með mér þar sem ég vissi að ég yrði góðan tíma á þvælingi.
Ég stóð með flöskuna í hendi og fékk hnút í magann... fann að mér var að verða flökurt... já, nei var ekki tilbúin í þetta. Skildi flöskuna eftir heima og fór á kaffihús og fékk mér kaffi, rúnnstykkti með osti og marmelaði og eina pönnsu með sykri Núna er við að tala saman ! Það rennur sko ekkert fransk blóð í mínum æðum! Thíhíhí
p.s. það á víst að fara að gera bíómynd eftir þessari bók. Ein af uppáhaldleikonum mínum hún Hillary Swank ætlar sér þá mynd og aðalhlutverk skillst mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 16:38
Skemmtilegt myndband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2008 | 20:12
Hinsegin dagar
Ég er eitthvað svo treg. Ég er ekki alveg að skilja þennan boðskap hjá samkynhneigðum. Þeir vilja að við tökum þeim eins og hverju öðru "venjulegu" fólki. Já, auðvitað gerir maður það. Mér kemur ekkert við hjá hverjum hver og einn sængar eða þannig. En eru þau ekki að skera sig sjálf úr hópnum með þessari gleðigöngu sinni? Hvað segir þú við barnið þitt niður í bæ þar sem þið fylgist með hópnum fara í skrúðgöngu niður Laugaveginn? Jú jú elskan mín, þetta er sko alveg eins fólk eins og við
...eða er það ég eitthvað öfugsnúin hér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 20:26
Partýstemming
Það er greinilegt að maður býr nálægt "tónleikahöll" núna. Það er eitthvað svo létt og skemmtileg stemming í hverfinu núna. Fólk að labba í mis stórum flokkum í átt að Egilshöllinni. Þetta er frekar skondin stemming. Maður er ekki vanur að sjá fólk á labbi hér nema í kraftgöngu oft með hunda eða barnavagna. En þetta er allt öðruvísi. Svo að maður tali ekki um bílana sem er lagt út um allt
Eric Clapton is in the hood...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 21:41
Breytt orðalag
Ég held að við ættum að fara að breyta orðalaginu okkar. Sérstaklega þegar að við erum að tala um hluti sem okkur finnst leiðinlegt að tala um.
Mér finnst t.d. ekkert gaman að játa það að ég er of feit. Ég vil heldur orða það þannig að ég hafi færst í vöxt Eins að ég á mjög auðvelt með að fitna, það hljómar ekki vel. Ég vil heldur segja að ég er auðmjúk kona Hljómar það ekki betur? Hihihihi
Svo er þetta oft líka spurning um kynþokkan. Þegar nefnt er orðið kynþokki, þá poppar upp ímynd sem við fáum í gegnum fjölmiðlana. Grannar þokkafullar konur með línurnar eins og grísk gyðja frá tímum Rómverja. Ég held að ég segi bara um sjálfan mig, sem er stórbrotin íslensk kona.
Ég er alveg æðislegt kyntröll Hvernig hljómar það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2008 | 23:29
Síldarævintýri
...en engin síld. Það er frekar kjánalegt finnst mér að það er haldið einu sinni á ári, nánar tiltekið um verslunarmannahelgina, síldarævintýri á Siglufirði. Það er alls konar dagskrá í gangi. Fyrir börn og fyrir fullorðna. En það sem mér finnst alveg vanta er síldin. Það er ekki boðið upp á neina síld. Vantar alveg að það væri hægt að kaupa sér síldarrétti. Þó að það væri ekki nema síld og rúgbrauð. Neibb engin síld á síldarævintýrinu á Siglufirði.
...bara pylsur og hamborgarar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 13:56
Sumir eru nægjusamir en eiga sér daum
Rakst á þessa vespu. Ég held að vespueigandinn langi í Honda Gold Wing. Kannski ætlar viðkomandi að kaup sér hana smátt og smátt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2008 | 13:38
Predikun með boðskap
Hann var aðeins lítill fugl. En honum fannst þessar sífelldu suðurferðir á haustin eitthvað svo tilgangslausar. Hann tók því þá óbifanlegu ákvörðun, að fara hvergi. Hann var hreykinn og ánægður yfir eigin sjálfstæði og horfði með hálfgerðir vorkunnsem á aðra fugla, sem síðar hluta september mánaðar tóku sig upp í stórhópum og héldu suður á bóginn.
Svo leið nokkur tími. En þá fór að kólna. Það varð nístingskalt og þegar komið var fram í nóvember, sá litli fuglinn, vinur okkar, að hér var aðeins eitt sem hægt var að gera : Koma sér suður í sólina og hitann. Einn frostkaldan morgun lagði hann af stað.
Allt gekk vel í fyrstu, en fljótlega myndaðist ísing á vængjunum og svo fór að lokum að litli fuglinn, vinur okkar, varð að nauðlenda, illa haldinn einhvers staðar í hinu blauta Hollandi.
Skammt frá lendingarstað fuglsins voru beljur að naga hálm. Nú vildi hvorki betur né verr til en svo, að ein kýrin missti frá sér það, sem kýr eru sífellt að láta frá sér. Það hefði það ekki verið í frásögu færandi, ef ekki hefði viljað svo illa til að þetta lenti á aumingja litla fuglinum, vini okkar. Hann bókstflega fór á kaf.
Þetta virtust ætl að verða dapuleg endalok og litla fuglinum fannst myrkrið og vonleystið umlykja sig í orðsins fyllstu merkingu. En til er nokkuð, sem nefnist heitir bakstrar. Fljólega fann litli fuglinn fyrir hitanum frá kúadellunni. Blóðið byrjaði aftur að renna eðlilega og kraftarnir jukust a nýju og skapið batnaði. Í gleði sinni byrjaði fuglinn nú að syngja fallegan söng (What kind of fugl am I?).
En í skógarjaðrinum var gulbröndóttur, hollenskur köttur á ferð. Hann sperrti eyrun og trúði þeim varla: Fuglasöngur? Gat þetta verið satt? Jú, það var ekki um að villast og kisi var fljotur að finna út hvaðan þessi dýrðlegi söngur kom: Þetta var óvenjulega múskölsk kúamykja og með því að kötturinn var svangur, þá kærði hann sig kollóttann um umbúðirnar. Hann fann fljótlega innihaldið, vin okkar litla fuglinn, sem hann át... já með húð og fjöðrum.
Já, svona var sagan sú. Ef til vill hafið þið þegar fundið boðskap sögunnar, en hann er þríþættur:
- Það er ekki víst að það séu endilega óvinir þínir, sem kasta skit að þér
- Það er ekki víst, að það séu endilega vinir þínir, sem vilja þig upp úr skítunum.
- Ef þú hefur það gott í skítunum, reyndu þá að halda þér saman.
Þetta er eldgömul saga sem stendur alltaf fyrir sínu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2008 | 13:21
Skógarkapellan
Ensk hefðarfrú ætlaði að eyða fríi sínu í þýsku fjallaþorpi. Hún kunni ekki mikið í þýsku, en kom þó saman bréfi á bjagaðri þýsku, sem hún sendi skólastjóranum í þorpinu. Í bréfinu, bað hún skólastjórann um upplýsingar um eitt og annað, svo sem staðsetningu hússins, sem hún átt að dvelja í, útsýni og fleira.
Jú, jú, skólastjorinn skildi þetta all, nema eitt. Það var skammstöfun, sem hann botnaði alls ekkert í. Frúin hafði skrifað:
"Eftir því sem ég kemst næst, er væntanlegur dvalarstaður minn mjög afskekktur. Þér megið því ekki vera undrandi þó að ég gerist svo djörf að spyrja, hvort að á staðnum sé nokkur WC?"
"WC," hugsaði skólastjórinn, "hvað er það nú fyrir nokkur?" Þar sem skólastjórinn gat ómögulega fundið út merkingu þessarar skammstöfunar, fór hann til vinar sína, þorpsprestsins og bað hann að hjálpa sér. Að lokum fundu þeir vinirnir það út, að þessi skammstöfun ætti við þann fræga stað, skógarkapelluna, sem laðaði að sér fjölda ferðamnna á hverju sumr. Að sjálfsögðu hét kapellan á ensku, Wood Chapel, sem trúlega væri skammstafað WC. Ánægður með þessi málalok, skrifaði skólastjórinn frúnni síðan svarbréf:
"Yðar náð! WC er staðsett um það bil 10 km frá húsi yðar, mitt í afar fallegum furuskógi. Þar er opið á þriðjudögum og föstudögum milli klukkan fimm og sjö. Þetta kemur sér ef til vil illa fyrir yður, ef þér eruð vön að heimsækja slíkan stað daglega. En ég get glatt yður með því, að margir hafa með sér mat og dvelja á staðnum daglangt. Í WC eru sæti fyrir 80 manns, en jafnframt eru svo næg stæði. Ég vil þó ráðleggja frúnni að mæta snemma, því að þeir sem koma seint geta ekki verið öruggir um að komsta inn. Hljómburðuirnn þarna er mjög góður, svo jafnvel hin veikustu hljóð, heyrast mjög vel. Ég vildi svo að lokum ráðleggja frúnni að heimsækja umræddan stað á föstudögum, því þá er þarna orgelundirleikur.
P.S. Konan mín og ég höfum ekki haft tækifæri til að heimsækja þennan stað í 3 mánuði og veldur það okkur að sjálfsögðu miklu kvölum, en því miður... leiðin er svo löng."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)