Færsluflokkur: Bloggar
15.7.2008 | 21:22
Einkamál punktur is fyrir netvæðinguna?
Var að fara í gegnum gamla pappíra sem ég á. Fann það skjal sem mér hafði verið sent fyrir næstum tuttugu árum síðan. Ég ætla að deila þessu skemmtilega bréfi með ykkur:
FRÉTTABRÉF 1990
GÓÐIR DAGA OG HAMINGJA
KUNNINGSKAPUR TIL HJÓABADS SEM HITTIR Í MARK FYRIR ALLT LANDIÐ. FYRIR KONUM MEÐ BÖRN EN ENGINN FYRIRSTAÐA OG KARLMANNI GEÐPRÝÐI OG SKAP ÁSKILIÐ FRÁ 20 ÁRA OG ELDRI HLUTI AF GÓÐUM DEYI ER AÐ KYNNAST NIUM OG BETRO MANNI MARGIR HAFA FUNDIÐ HAMINGJUNA FYRIR MINA MILLIGÖNGU HALDIÐ ÁFAM AÐ LEITA AÐ HAMINGJUNNI HÚN ÞARF EKKI AÐ VERA LANGT UNDAN OG LÁTTU DRAUMINN RÆTAST : ÉG ER RÓLEGUR OG HEIÐARLEGUR ÉG SMAKKA EKKI DROPA AF ÁFENGI : ÉG HEITI ALGJÖRUM TRÚNÐI SEM HÆGT ER AÐ TRAYSTA : OG VERMDUM EIKALIF : LÁTTU SKRÁ ÞIG OG ÞÁ OPNAST ÞÉR MÖGULEIKI FYRIR GÓÐUM KUNIGSSKAP GEFIÐ UPPLÝSIGAR UM ALDUR OG ÁHUGAMÁLUM OG ÞAÐ SEM SKIFTIR MÁLI VINSAMLEGA ATHUGIÐ EINGÖNGU ER SVRAÐ Í SÍMA 91-670785 ALLA DAGA MILLI 10 TIL 22 EÐA SKRIFAÐU UM ÁHUGAMÁL OG OG ALDUR Í BOX 9115--129 REYKJAVIK
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
EINGÖNGU FYRIR ÓGIFT FÓLK OG VERJUM HJÓNABANDS
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
1-2-3- TIMUM EYNÐNI ER SMOKKURINN EINA VÖRNIN AÐ TEMJA SÉR AÐ NOTA ÁVLLT SMOKK
HITTA MANNINN ÞÁ LÁTTU HANN ALLS EKKI KOMA HEIM TIL HITTU HANN EINHVERS TAÐAR ÚTI OG GEFÐU EKKI UPP SÍANÚMERIÐ
EITT AF STÆSTU VANDAMÁLUNUM ER AÐ FÓLK VIRÐIST EKKI GETA TALAÐ HREINT ÚT UM HLUTINN SÍN Á MILLI ER TIL EINHVER LAUSN Á ÞESSU SAMSKIPTAMÁLI ? VEGNA EYÐNI OG ÍHALDSSEM UNDANFARIÐ ER KOMIP Í TÍSKU AÐ HALDA SIG VIÐ SINN MAKA HEFUR ÞETTA KANNKI EKKI REYNST EINS VEL OG ÆTLA MÆTTI FYRIR ÖLL HJÓN ? OG ELSHUGI
MANNI MEÐ BÖRN : ER ENGINN FYRIRSTAÐ TILL AÐ LÁTA MANNI LIDA VEL OG OFT ER SPURT EFTER FERAFIAGA TIL ÚTLANDI :
GÓÐ SAMVINNA TIL AÐ BÆTA LÍFI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
ÉG ER DRENGUR GÓÐUR SEM LOFAR GÓÐU. MENN VERAÐ AÐ GERA SITT BESTA TIL AÐ BÆTA LIFI
AFLAÐU ÞÉR NÁNARI UPPLÝSINGA LEITAÐU RÁÐA HJÁ JOHANNI MEÐ KVEÐJU
Ég skil bara ekkert í mér. Ég hafði aldei samband við þennan Jóhann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 15:46
Árbæjarsafnið
Skellti mér á Árbæjarsafnið með vinkonu minni. Fer alltaf þangað annað slagið. Mæli með því að fara þarna bæði að sumarlagi og svo í desember. Sérstaklega með krakka í desember. Þá er hægt að föndra músastiga og gera ýmislegt skemmtilegt.
En ég er orðin frekar langeygð eftir að þeir komist í nútímann með salerni. Ég er bara ekki alveg að fíla aðstöðuna þarna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 11:06
Fyrir rúmlega mánuði síðan þá prufaði ég að skrá mig inn á Facebook. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera eða fara, en þetta er samt ótrúleg skondið form. Það sem mér finnst kannski best við þetta að það er hægt að sjá hvað vinir og vandamenn eru að bralla. Þ.e. það sem þau setja inn á Facebook. Gaman að þessu. Ég er ennþá að læra, það er boðið upp á svo margt í leik og sprelli. Senda skemmtilegar áskoranir, skilaboð eða hvað sem er. Kannski hægt að gleyma sér ögn við þetta og tíminn allt í einu floginn, en... fram til þessa hefur það verið þess virði.
Kíkið á fjésbókina. www.facebook.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 10:50
Gamla kynslóðin?
Ég fór aldrei þessu vant í Kringluna í gær. Geri þetta kannski einu sinni til tvisvar á ári. Þá aðallega til að fara í The Body Shop og kaup mér sápu. Voða sérvitur á sápu í sturtuna mína Nema hvað, ég kíki þá í leiðinni í aðrar búðir. Tékka á nokkrum búðum og fór í þetta sinn inn í verslun sem heitir því frumlega nafni "Gallabuxnabúðin". Ekkert að þeirri búð, fínasta gallabuxnabúð með meiru. Nema hvað að ég fer rétt inn í dyragættina, þar sem ungur piltur kemur á móti mér og biður mér aðstoð sína. Kurteis og snyrtilegur ungur maður. Ég kem mér strax að efninu og sagðist vera að leita að LeeCooper gallabuxum. Hvort að þau hafi það merki til sölu hjá sér. Hann horfði á mig með spurnaraugum svo að ég spurði þá í beinu framhaldi, hvort að hann vissi hvort að einhverjir væru með þetta merki í dag? Hann var ennþá með þessi ungu saklausu spurnaraugu og sagði svo "Ég hef bara aldrei heyrt talað um þetta merki... LeeCooper".
Ég brosti til hans alveg í hláturskasti og sagði : "Vá, það er greinilega komin alveg ný kynslóð í gallabuxunum". Þakkaði svo kærlega fyrir, fór út og ég fann alveg fyrir þessi spurnaraugu ennþá þar sem þau stungust inn í hnakkann á mér.
Ég held að ég fari bara í Vinnufatabúðina. Þar eru kannski "fullorðinir" menn sem muna eftir gömlu góður LeeCooper gallabuxunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2008 | 00:01
Er Kína tilbúin fyrir olympíuleikana - seinni hluti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 09:13
Er Kína tilbúin fyrir Olympíuleikana? Fyrri hluti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2008 | 16:03
Minningagreinar - nokkrar setningar
"Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar."
"Hún hafði það sterka skapgerð að smá rigningarsuddi setti hana ekki úr jafnvægi."
"Hann var sannur Íslendingur og dó á 17. júní."
"Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag."
"Það er löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðrasveitum."
"Hann skrapp úr vinnunni til að fara í þrekpróf hjá Hjartavernd, en kom þaðan liðið lík."
"Ég bið þann sem lífið gaf að hugga, styrkja og bæta aðstandendum skaðann."
"Tók hann fráfall konu sinnar mjög nærri sér vegna barnanna."
"þar voru m.a. Ásta Gunnarsdóttir og Guðríður Bjarnadóttir frá Folafæti. Enda þótt Ásta væri þá hálfslæm í fæti lék hún við hvern sinni fingur."
"Sigríður lést þennan dag kl 16. Sigríður hafði ætlað að eyða deginum í annað."
"Í dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til að kveðja þennan heim."
"Og má segja að hún setti ekki svo skál af tvíbökum á borð að ekki stafaði af því mýkt og listfengi."
"Orð þessi eru skrifuð til að bera hinum látna kveðju og þakkir frá tengdafólki hans og ekki síður frá tengdamóður hans þótt nú nálgist 20.árið frá fráfalli hennar."
"Hún bjó manni sínum gott heimili og ól honum 9 hraust börn, þar af tvö á sjómannadaginn."
"Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki börn í venjulegum skilningi þess orðs."
"Á þessum fjölbreytta lífstíl sínum kynntist Jóhann mörgum mönnum af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. Indjánum og Kínverjum. Hann lærði tungumál þeirra að minna eða meira leyti, einkum ensku og norðurlandamálin."
''Persónulega, góði vinur, þakka ég og konan mín þér fyrir innileg samskipti á umliðnum árum. Guð varðveiti þig. Vertu sæll, ég kem bráðum.
Bréf barst að heiman, það færði mér fréttina: Nonni frændi er dáinn. Það hlýtur að hafa verið gott að vera kind í fjárhúsunum hans Nonna frænda.
Drottinn minn gefðu dánum ró og hinum líkin sem lifa.
Nú á morgun, þegar Jónas tekur tösku sína fulla af góðum fyrirbænum og þakklæti og hefur sig til flugs af brautinni, rísum við samstarfsmenn úr sætum og veifum til hans og þökkum samverustundirnar.
Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í huga þegar ég minnist afa. Hann var 93 ára þegar hann lést."
Svo er hér eitt gullkorn til viðbótar, sem prentvilla ber ábyrgð á:
"Hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni og átu þau tvö börn."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2008 | 19:52
Áfram stelpur
Til hamingju með daginn stelpur!
19.júní
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 20:25
Stofublóm letingjans
Ég er alltaf til í að gefa góð ráð ef að ég luma á þeim. Núna luma ég á einni hugmynd fyrir þá sem eiga erfitt með að halda lífi í bergfléttu. Það sem ég gerði þegar að ég var búin að kála bergfléttu eina ferðina enn þá fékk ég þessa snilldar hugmynd. Ég klippti dauðu plönuna niður þannig að það sást ekki að þarna hafði verið blóm í pottinum. Náði mér í vír og vírklippur. Svo fór ég á útsöluloftið í Garðheimum og splæsti á mig plast skrautkertahring sem var eftirlíking af bergfléttu. Kostaði aðeins 100 kr.
Svo tók ég kertahringinn í sundur og skellti vír á blöðin og stakk ofan í pottinn. Kominn með þessa fínu bergfléttu sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að gleyma að vökva.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2008 | 11:41
Einn í miklu uppáhaldi
A stranger was seated next to a 8-year old girl on the airplane when the
stranger turned to her and said, 'Let's talk, I've heard that flights go quicker if you strike up a conversation with your fellow passenger.
The little girl, who had just opened her book, closed it slowly and said to
the stranger, 'What would you like to talk about?'
'Oh, I don't know,' said the stranger 'How about nuclearpower? and he smiles.
'OK,' she said. 'That could be an interesting topic. But let me ask you a
question first. A horse, a cow, and a deer all eat the same stuff - grass -
Yet a deer excretes little pellets, while a cow turns out a flat patty,
and a horse produces clumps of dried grass.
Why do you suppose that is?'
The stranger, visibly surprised by the little girl's intelligence, thinks
about it and says, 'Hmmm, I have no idea.'
To which the little girl replies, 'Do you really feel qualified to discuss
nuclear power when you don't know shit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)