Færsluflokkur: Bloggar

Morse kerfið

Kanntu að morsa?

þrjár stuttar - þrjár langar - þrjár stuttar

s  o  s

Veistu hvað þetta táknar hér að neðan? 

. _    _ .    _ .    . _   

Ef ekki getur þú skoðað síðuna með Morse kerfinu.

Mores kerfið


Stóri drauminn ekki lengur inn í myndinni.

Mig hefur alltaf langað til að stofna gjafavöruverslun í Færeyjum. En ég var of sein. Það var önnur á undan mér Frown

Færeyjar 2008 084


Megrunarlausi dagurinn!

Loksins kominn 6.maí. Ég bíð eftir þessum degi á hverju ári. Vitið þið af hverju? Nei, ég skal segja ykkur það. Í dag er alþjóðlegi megrunarlausi dagurinn. Engin megrun í dag Tounge 

Ef þið trúið mér ekki, þá er minnst á það á visir.is


Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu

Á sumum lyklaborðum er fleiri sýkla að finna en á klósettsetum samkvæmt nýrri rannsókn sem Ananovavefurinn greinir frá.Í rannsókn sem neytendasamtökin Which? létu gera kom í ljós að á skrifstofu samtakanna í Lundúnum fundust sýklar á lyklaborðum starfsmanna sem geta valdið matareitrun. Af 33 lyklaborðum sem voru rannsökuð kom í ljós að á fjórum þeirra voru fleiri sýkla að finna en rýmast innan heilbrigðissamþykkta. Á einu lyklaborðanna voru sýklarnir fimm sinnum fleiri heldur en á klósettsetu hjá samtökunum. Fyrirskipaði örverufræðingur, sem rannsakaði skrifstofu Which? að lyklaborðið yrði fjarlægt af skrifstofunni og sótthreinsað.Í frétt Ananova er haft eftir örverufræðingi við University College London sjúkrahúsið að óhrein lyklaborð sem fleiri en einn notar geti dreift sýklum á meðal fólks og valdið veikindum. 

Mbl.is

Hverngi lýst ykkur á þetta? Oojjj Sick


1.maí

Í dag var árlegi 1.maí hópakstursdagur hjá Sniglunum. Það var algjört met þátttaka í ár. Í fyrra voru að mig minnir 700 hjól. Ég heyrði töluna 1400 hjól í dag. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En ég fór ekki til að hjóla... ég fór bara af því að það var boðið upp á kaffi og kleinur Tounge

 P5010172


Pantanir óskast sóttar

Er enn að taka við pöntunum fyrir þjóðhátíðina í Eyjum.

 lundar

Ósóttar pantanir óskast sóttar.

p.s. það er ekki ætlunin að móðga neinn, en mér fannst þessi múndering bara svo ótrúleg.


Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar öll. Miðað við að daginn í dag, þá segi ég öllu heldur gleðilegt hjólasumar Cool Hjólaði með hinum Sniglunum í dag. Fórum Hvalfjörðinn með viðkomu á Akranesi. Fengum þokkalegt veður, frekar hvasst og svo smá rigningu í lokin. En góður hjólatúr í hópi nokkur hundruð hjólamanna.

P4240118  P4240109

     Áð við Ferstiklu í Hvalfirði.                                      Felumynd : Hvar er Anna? ...eða Önnur Wink


Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi...

• Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
• Þessi peysa er mjög lauslát...
• Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
• Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
• ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
• Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér...
• Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
• Hann sat bara eftir með súrt eplið...
• Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
• Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast...
• Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...
• Þar stóð hundurinn í kúnni...
• Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
• Svo handflettir maður rjúpurnar..
• Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
• Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
• Betur sjá eyru en auga...
• Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
• Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
• Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
• Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
• Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
• Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
• Lærin lengjast sem lifa.   (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

Joyful  Þetta er svona Bibba á Brávallagötunni.

Þreyttur?

Mig grunar að forsetaefnisframbjóðendur séu orðnir ansi lúnir.

president

hann er allavega greinilega að feika það. Sennilega að sýnast vera voða upptekinn fyrir framan myndavélarnar. En ég veit allavega að ég held ekki svona að símtólinu þegar að ég tala í símann.


Sannleikurinn ekki alltaf bestur

Ég var nýkomin út sturtu og stóð fyrir framan spegilinn í svefnherberginu og gat ekki annað en dæst. Karlinn minn uppi í rúmi að lesa blað.
 
"Almáttugur að sjá hvernig ég er orðin sagði ég, brjóstin komin niður á maga, rassinn ofan í gólf, allt í appelsínuhúð og keppum!
Elskan segðu eitthvað jákvætt til að hressa mig við."
 
-Ja, þú ert allavega með góða sjón, segir hann. ÞESSI ELSKA Angry

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband