Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2008 | 15:38
Sjóræningjahúsið
Ég er svo montin af henni Öldu vinkonu minni. Hún er að setja á stofn Sjóræningjasafn á Patró.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 22:36
Hjólavertíðin
Mótorhjólavertíðin byrjar ekki á sama tíma hér á okkar Ísalandi. Komst að því um helgina þegar að ég skrapp á Sigló að þar byrjar hjólavertíðin aaaaðeins seinna en hér í Reykjavík.
Þessar myndir segja meira en nokkur orð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 13:41
Tveir dómar sama dag á sama landinu
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.
Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hómstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, eina milljón og fimm hundruð þúsund í fébætur fyrir brot á höfunarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.
Ekki það að ég sé að taka málstað Hannesar, en hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 09:51
Spakmæli
Ég elska skemmtileg spakmæli. Hér eru tvö
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 20:26
Góóóður
Maðurinn minn hefur greinilega minni kynorku en hann hafði.
Nú, jæja og hvað er bóndinn þinn gamall?
Sjötíu og fimm.
Nú, já. Það er nú ef til vill ekki von á öðru fyrir mann á hans aldri. Hvenær veittir þú því annars athygli að karlinn væri farinn að slappast? spurði læknirinn.
Í gærkvöldi og svo aftur í morgun. sagði konan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 22:52
Góðgerðasamtökin Betri Bær
Það var skondin gjörningur sem átti sér stað eina nóttina á Laugarvegi. Þrír ungir menn tóku sig til að keyptu fimm lítra af hvítri málningu og máluðu yfir krot á veggjum. Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessum gjörningi. Sumum finnst þetta frábært á meðan aðrir eru ekki eins hrifnir. Einn var t.d. alveg hundfúll yfir því að þeir höfðu málað yfir "fínu" skreytinguna á fyrirtækinu hans, Hljómalind. Sumir bentu þeim á að þeir væru alveg eins brotlegir og þeir sem væru með spraybrúsana. Það væri bannað skv. lögum að mála hvort sem er með pensli eða spraybrúsa húseignir annarra. Kíkið á bloggið þessara stráka Góðgerðasamtökin hér og myndasíðu hér.
Mér finnst sjálfri þetta frábært hjá strákunum. Þetta hristir upp í fólki og sérstaklega húseigendum við Laugaveginn. Verð að segja eins og er að ég skil ekki alveg hvað þeir eru búnir að vera lélegir við að mála yfir þetta. Ég veit að ég myndi í þeirra sporum mála strax yfir veggjakrotið. Eiga nóg af málningu tilbúin til notkunar. Ekki spurning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 21:15
Prag
Jæja, komin heim frá ferð til Prag. Það eru miklar andstæður í þessari borg. Þessi gamla fallega borg er full af ferðamannabúðum í miðbænum. Alls staðar það sama í þessum búðum. Vörur merkt Prag, kristall, skartgripir,strengjabrúður, málverk af Prag svo allir víetnamarnir með töskurnar, fatnaðinn og þetta sem þeir eru með út um allan heim. Alltaf að reyna að draga mann afsíðis og gera manni alveg sérstakt tilboð. Frekar þreytandi. Mjög fáir góðir í enskunni og stundum erfitt að ná að gera sig skiljanlegan. Svo er það fólkið fyrir utan miðborgina. Þar er allt svo gamalt og rosalega á eftir miðað við V-Evrópu. Þar talar enginn ensku og allir þurrir á manninn og ókurteisir. Rosalega skrítið að fá svona viðmót. Svo ef að maður var að spyrja að einhverju þá var bara yppt öxlum, hrist höfuðið og sagt eitthvað á tékknesku. Sem ég auðvitað skildi ekki. Fararstjórinn var reyndar búin að "vara" okkur við þessu. Sagði að þetta væri angi af því þegar að fólk treysti ekki neinum um og eftir seinni heimstyrjöldina og var alltaf á varðbergi gagnvart ókunnugum. Enda var eldra fólkið frekar þungbrýnt og alvarlegt á svipinn. Ég opnaði sem dæmi hurð fyrir eina gamla sem var með hækju og innkaupakerru. Var eitthvað að vandræðast með hurðina. Ég hljóp til og hélt við hurðina fyrir hana og hún hreytti bara einhverju í mig á tékknesku og var ekkert ánægð með þessa afskiptasemi mína. Við urður alveg hvumsa á þessum viðbrögðum hennar, en ég vildi auðvitað vel.
En borgin sérstaklega gamli bærinn er alveg rosalega falleg. Maður þarf bara að horfa upp fyrir ferðamannabúðirnar. Það var frekar kalt sem er ekki heppilegt í svona borg, því að þú vilt vera utandyra og njóta borgarinnar sitjandi á útikaffihúsi. Það var ekki hægt þessa vikuna, það meira að segja snjóaði á okkur... takk fyrir!
Snjóaði á okkur þegar að við fórum í skoðunarferð um borgina. Í myndinni Mission Impossilbe var atriði þar inni.
En Prag, jú allt í lagi að heimasækja hana. Bara að vera meðvitaður um gallana fyrir svo að það komi ekkert óþægilega á óvart.
Bloggar | Breytt 29.3.2008 kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 11:12
Gleðilega páska
Dramb er falli næst (úr Biblíunni) kom úr páskaegginu mínu.
Ég hreinlega veit ekki hvað þetta þýðir. Þoli ekki svona háfleyga málshætti. Ég vil bara fá eitthvað í líkingu við : Betra að byrgja barinn, áður en barnið dettur í það.
Gleðikona í háska... nei... Gleðilega páska!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 18:58
Landafræði kynjanna
Hún hefur verið uppgvötuð að hálfu leyti, en er annars villt og skartar náttúrulegri fegurð.
-Á frjósömustu svæðunum er mikill gróðurvöxtur.
Þegar konan er á aldrinum 21-30 ára er hún eins og Bandaríkin eða Japan.
Hún hefur verið uppgötvuð að fullu, er mjög þróðuð og er opin fyrir öllum viðskiptum
-Og þá sérstaklega þeim sem snerta bíla eða peninga.
Á aldrinum 30-35 er konan eins og Indland eða Spánn.
-Hún er heit og afslöppuð og þykir mikið til eigin fegurðar koma.
Þegar konan er á aldrinum 35-40 ára er hún eins og Frakkland eða Argentína.
-Hún gæti hafa farið illa út úr styrjöldum, en er samt nokkuð hlýr og eftrisóknarverður heimskóknarkostur.
Á aldrinum 40-50 er konan eins og Júgóslavía eða Írak.
Hún tapaði stríðinu og fær ekki frið fyrir mistökum sem hún gerði á árum áður.
-Nauðsynlegt er að ráðast í viðamikla endur uppbyggingu.
Á aldrinum 50-60 ára er konan eins og Rússland eða Kanada.
-Hún er mikil um sig, þögul og landamærin eru nánast óvarin, en hið kalda loftslag heldur fólki fjarri.
Þegar konan er á aldrinum 60-70 ára er hún eins og England eða Mongólía.
-Hún skartar stórkostlegri og sigursælli fortíð en engri framtíð.
Eftir sjötugsaldurinn verður konan eins og Albanía eða Afganistan.
-Allir vita hvar hún er en enginn vill fara þangað.
Landfræði karlsmannsins:
Þegar karlmaðurinn er á aldrinum 15-70 ára er hann eins og Zimbabwe
-Honum er stjórnað af drjóla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 14:47
Málshættir laugardagsins
Giftu þig ekki til fjár. Það er ódýra að taka lán
Ástin er blind, en sjónin fæst aftur við giftingu
Hjónaband er dásamleg stofnun, ef þú er tilbúin að vistast á stofnun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)