Færsluflokkur: Bloggar

Málshættir föstudagsins langa

Eigi er jakki frakki, nema síður sé Wink

Sjaldan er ein báran stök... í 12 vindstigum Pinch

(kaffibrúsakarlarnir)


Út að borða?

Var á rúntinum úr á Granda síðustu helgi. Kom fram á mjög undarlegt drasl. Það var búið að leggja á borð og agalega lekkert allt saman. Það var greinilegt að það hafði verið matur eða eitthvað matarkyns í pottunum, en diskarnir voru hreinir og eins hnífapörin.

P3160217  P3160216  P3160219

...var búið að segja gjörið svo vel?


Málshættir skírdagsins

Betra er að hlaupa í spik en kekki Happy

Oft má satt kjurt liggja     

    ...eða oft má saltkjöt liggja Undecided


Málshættir miðvikudagsins

Oft fara bændur út um þúfur Sideways

Enginn veit hvað átt hefur flutt hefur Frown

Oft liggur bifvélavirki undir skemmdum Sick


Málshættir þriðjudagsins

Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum Smile

Sjaldan fellur víxillinn á gjalddaga Happy


Málsháttur mánudagsins

Betra er að ganga fram af fólki en björgum W00t

Málsháttur sunnudagsins

Hann er ekki góður sá klæðskeri sem hefur ekki tölur á þeim skirtum sem hann saumar. FootinMouth

Þessi er frá Sverri Stormsker. Auglýsi hér með eftir skemmtilegur málsháttum, svona í tilefni páskanna.


Málsháttur laugardagsins

Af dálitlum pilti verður oft dýr maður Wink

Málsháttur föstudagsins

Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma. Sleeping

Eigum við að ræða þetta eitthvað... ?

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.

Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40.
og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu.

Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.

Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?

Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur
ekki verið mikil hjálp frá þér.  Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.

Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.

Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?

Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband