Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2008 | 16:50
Smá saga til umhugsunar
Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það
fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til
kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli
eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
Lífið hélt áfram. Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn
ákvað að viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hú hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem
kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. "Þakka þér fyrir að gera þetta, því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar. Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um.
Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.
Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður. Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það verður of seint.
Eitt af því sem þú getur gert er að senda þetta áfram. Ef þú gerir það ekki þá hefur þú misst af tækifæri til þess að gera eitthvað gott fyrir þá sem eru þér mikilvægir.
Ef þú hefur fengið þetta bréf þá er það af því að einhverjum þykir vænt um þig og að alla vega einni persónu finnst þú vera mikilvæg/ur.
Sendu þetta áfram eða sýndu öðrum. Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum.Vona að dagurinn verði þér finn og sérstakur því þú skiptir miklu máli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2008 | 13:36
Sunnudagsbrandarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 11:13
Laugardagsbrandarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 13:35
Föstudagsbrandarinn
Ég er enginn ræningi," urraði maðurinn hneykslaður. Ég er nauðgari!"
Guði sé lof," sagði Sigfús og andaði léttar. Þrúða mín, þetta er til þín!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 18:27
Fimmtudagsbrandarinn - eftir hádegi
Þegar heim kom fannst manninum að greiðinn hefði ekki verið 30.000 kr virði, og hann fór að sjá aðeins eftir þessu, samviskan lét á sér kræla, enda var hann giftur. Hann lét því ritara sinn senda konunni helming greiðslunnar kr. 15.000 sem leigu fyrir íbúðina, ásamt eftirfarandi athugasemdum:
1. Það kom í ljós að íbúðin hefur áður verið notuð. Því er þetta of há leiga.
2. Það var enginn almennilegur hiti í íbúðinni.
3. Þessi íbúð var alltof stór, til þess að líða vel í henni og hafa það notalegt. Því mun ég ekki greiða nema kr.15.000 fyrir húsaleigurna.
Nokkru seinna barst kaupsýslumanninum eftirfarandi bréf frá konunni:
1. Auðvitað hefur svona falleg íbúð verið notuð áður. Það væri heimska að álíta annað.
2. Hitinn var nægur, en þú kunnir ekkert á að stilla hann.
3. Íbúðin var alls ekki of stór, en þú hafðir engin almennileg húsgögn til að fylla upp í hana. Því krefst ég þess að þú greiðir umsamda leigu að fullu, fyrir íbúðina. Verði það ekki gert, mun ég hafa samband við fyrri leigusala þinn.!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 09:22
Fimmtudagsbrandarinn - fyrir hádegi
Hvar býrðu í bænum?" spurði lögreglumaðurinn.
Við syðri endann á Kalkofnsveg," sagði Jón.
Kakkoffs ..., úps, gætirðu stafað þetta fyrir mig."
Eftir langa þögn sagði Jón: Hvernig líst þér á að ég dragi Gunnu bara niður á Sæbraut og þið sækið hana þangað?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 13:42
Miðvikudagsbrandarinn - eftir hádegi
Hálf tíma síðar, er fyrir tilviljun, barnaljósmyndar, staddur í hverfinu hennar og hringir á bjöllunni í þeirri vona að fá verkefni. Góðan daginn frú, sagði hann, ég er komin til að....... "Ó, þú þarft ekkert að útskýra sagði Jóna feimnislega, ég átti von á þér. Í alvöru, sagði ljósmyndarinn. Nú það er ánægjuleg, vissirðu að börn eru mín sérgrein?? Ja, það er nú akkúrat það sem við hjónin vorum að vonast eftir. Gjörðu svo vel og komdu inn á fáðu þér sæti. Eftir smástund sagði hún, vandræðalega, "hvar byrjum við?" "Láttu mig bara sjá um allt. Ég byrja yfirleitt í baðkarinu, svo á sófanum og loks nokkrar á rúminu. Stundum er meira að segja stofugólfið heppilegast, það er hægt að teygja svo vel úr sér það " "Baðkarið, stofugólfið, hugsaði Jóna, Engin undra að þetta gekk ekkert hjá okkur hjónum - "Já, frú mín góð, ég get ekki lofað fullkomnum árangri í hvert skipti, en ef við notum mismunandi stellingar og ég skýt frá mismunandi sjónarhornum, þá þori ég að lofa að þú verður ánægð með útkomuna." Vá, það er aldeilis mikið sagði Jóna með andköfum. "Frú mín góð, í mínu starfi verður maður að gefa sér góðan tíma í hlutina. Ég mundi gjarnan vilja skjótast í þetta en ég er viss um að þú yrðir ekki ánægð með útkomuna. "Ætli maður kannist ekki við svoleiðis, tautað Jóna lágt". Ljósmyndarinn dró upp nokkur sýnishorn af barnamyndum og benti Jónu á árangurinn. "Mér tókst sérstaklega vel til með þessa tvíbura sagði ljósmyndarinn, eins og mamma þeirra var þó erfið". - "Var hún erfið, spurði Jóna ?" "´Ég er nú hræddur um það. Ég varð að fara með hana í lystigarðinn til að ná að ljúka verkinu vel. Fólk safnaðist að og fylgdist með. "Fylgdist með? sagði Jóna og gapti af undrun" - og þetta tók í allt 3 tíma. Móðirin hrópandi og kallandi allan tímann - ég gat varla einbeitt mér, svo þegar það byrjaði að dimma varð ég að gefa í, en það var ekki fyrr en íkornarnir voru farnir að narta í græjurnar þá varð ég að hætta og ganga frá. Jóna hallaði sér fram og sagði "voru þeir í alvöru farnir að narta í .... græjurnar? Þetta er alveg satt frú mín góð. "Jæja ef þú ert tilbúin þá ætla ég að gera þrífótinn klárann "ÞRÍFÓTINN??? "Ó já, frú Jóna. ÉG verð að nota þrífót "to put my Canon (fallbyssa) on, It's much too big to be held in the hand very long."
ÞAÐ STEINLEIÐ YFIR FRÚ JÓNU
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2008 | 10:57
Miðvikudagsbrandarinn - fyrir hádegi


Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 10:06
Þriðjudagsbrandarinn
HJÁLP, HJÁLP," kallaði annar þeirra.
Kannski hjálpaði það ef við kölluðum saman!" sagði hinn.
Góð hugmynd," sagði sá fyrsti og þeir kölluðu í kór:
SAMAN, SAMAN ..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)