Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2008 | 16:04
Brandaravikan
Þessa vikuna ætla ég að koma með einn brandara á dag. Svo ef að ég dett um eitthvað annað sniðugt líka þá kemur það bara aukritis Hér kemur mánudagsbrandarinn. Smá smámunasemi á spænskuframburður hér.
Ég er að fara til La Jolla í næstu viku," sagði Guðmundur.
Þú átt að segja La 'Hoj-a'!" greip Tom fram í.
Ó, ég skil. Við hjónin ætlum að dvelja á El Cajón hótelinu."
Þú meinar El Ca 'Hóne' hótelinu!" leiðrétti Tom aftur.
Úps, ég skil."
Hvenær ferðu svo aftur til Íslands?" spurði Tom.
Guðmundur hugsaði sig um í smástund og sagði svo varfærnislega:
Veit ekki, annaðhvort í húní eða húlí."

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2008 | 18:14
Ekki feimin

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 00:31
Hlaupársdagur
Í dag er hlaupársdagur, 29. febrúar. Eins og flestir vita sennilega þá er hann fjórða hver ár. Það er hlaupár þegar að talan fjórir gengur upp í ártalið eins og núna, 2008. Eina undantekningin er aldamótaár. Þá þarf talan fjögurhundruð að ganga upp í ártalið.
Víð um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlapársdeginum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Það var gert ráð fyrir því að allt muni ganga á afturfótunum það árið. En það hefur ekki verið hér á landi. Það er ekki fyrr en seinni ár sem að við höfum tekið upp svona til gamans gert að konur megi biðja sér karlmanns á hlaupársdag. Hann má ekki neita, en getur keypt sig lausan með gjöf eða greiðslu.
Best að taka það fram að ég ætla ekki að fara á skeljarnar, bara svo að það sé á hreinu. En stelpur mínar þarna ógiftu. Ef hjónabandið heillar, þá er núna tækifærið. Nú ef hann vill kaupa sig lausan þá er um að gera að hafa gjaldið nógu hátt. Svo að þið hafið eitthvað upp úr krafsinu annað er hryggbrot
Gleðilegan hlaupársdag!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 13:19
Fólk sem fæddist fyrir 1980 ætti að vera dáið!!!
...eða vorum við bara heppin?
Já, samkvæmt löggjöfum og skrif finnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa lifað af. HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða. Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman. Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika. Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist. Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið. Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn. Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga! Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X- box, enga tölvuleiki,ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu. Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá. Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi? Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum! Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur. Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta. Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur. Við stjórnuðum okkur sjálf. Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt... En þeir lifðu af. Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn. Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi. Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf. Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því... OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð í að leysa vandamál og eru bestu fjárfestar nokkru sinni.
Við áttum bara gott líf er það ekki?
Höf: óþekktur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2008 | 22:48
Star Wars nafnið þitt
Ég var að rifja upp með Erlu vinkonu formúluna að nafninu sem þú bærir ef þú værir persóna í Star Wars. Þú fengir tvö nöfn og eru þau fundin út frá fjórum forsendum. Sko...
Tökum mig sem dæmi :
fyrst tekur þú fyrstu þrjá stafina í föðurnafni - Vid (Viðar)
svo fyrstu tvo stafina í fornafni þínu - An (Anna)
- þá er komið fyrra nafið = Vidan
loks er það fyrstu tveir stafir í nafni móðurafa - Ei (Eiríkur)
síðan er það fyrstu þrír stafirnir í staðnum sem þú fæddist á - Rey (Reykjavík)
- þá er það seinna nafnið = Eirey
Sem Star Wars persóna heiti ég því Vidan Eirey
hvað heitir þú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2008 | 15:39
Skattframtalið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 22:47
This is my life
Jæja, mikið var ég fegin að Friðrik Ómar og Regína Ósk urðu hlutskörpust í keppninni um hverjir fara út sem okkar fulltrúar.
Þau eru flottust. Engin spurning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2008 | 15:54
Þróunin?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 16:38
Einn rammur
Kona kom í loftköstum inn um dyrnar og æpti á manninn sinn:
"Pakkaðu í töskur, ég var að vinna 50 milljónir í Víkingalottóinu!"
"Vá frábært!" sagði maðurinn. "En á ég að pakka strandfötum eða skíðadóti?"
"Mér er andsk... sama" svaraði konan "Drullastu bara út!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 20:09
...og hvað á barnið að heita?
Sem betur fer er mjög hagkvæm lausn á þessum vanda. Lausnin er sú að gera eitt nafn úr tveim eða fleiri nöfnum afa eða ömmu. Já, eða þeirra ættingja sem bráðnauðsynlegt er að láta heita eftir. Ef barnið er drengur er hagkvæmt að láta hann heita eftir báðum öfunum. Svo heppilega vill til að meiri hluti íslenskra nafna eru samsett úr tveimur orðum: forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell, Guð-finnur o.s.frv.Í ljós kemur að þetta er mjög hreyfanlegt og má fá margar útgáfur, eins og t.d. Guð-geir, Ás-kell, Þor-finnur o.s.frv.
Og nú skal taka nokkur dæmi:
Afi 1 heitir: Sturlaugur. Afi 2 heitir: Starkaður. Barnið fær nafnið: Sturlaður
Skammkell -- Eilífur -Skammlífur
Ísleifur - Sigurbjörn Ísbjörn
Þjóðólfur - Konráð - Þjóðráð
Andrés-- Eiríkur - Andríkur
Albert-- Ársæll - Alsæll
Viðar--- Jörundur -- Viðundur
Hringur--- Guttormur -Hringormur
Stórólfur---- Friðþjófur -Stórþjófur
Nú, svo eru ýmsir möguleikar að slá ömmu- og afanöfnum saman:
Amman heitir: Kolfinna. Afinn heitir: Dagbjartur. Barnið er fær nafnið: Kolbjartur
Vilborg - Þórhallur Vilhallur
Málfríður- Sigfús -Málfús
Afinn heitir: Hákon. Amman heitir: Margrét. Barnið fær nafnið: Hágrét
Haraldur - Monika Harmonika
Kormákur - Albertína Kortína
Lumið þið á einhverjum fleiri hugmyndum?
Ef ég hefði lent í þessum formúlum þá væri það kannski: Pabbi - Viðar og mamma - Guðrún = Viðrún eða Guðar
Föðuramma - Bergljót og föðurafi - Þorsteinn = Bergsteina eða Þorljót
Móðuramma - Sigríður og móðurafi - Eiríkur = Sigríka eða Eiríður
...já nei, takk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)