Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2008 | 11:47
Þetta virkaði ekki.
Til allra vina og vandamanna sem sendu mér tölvupóst árið 2007
með loforðum um heppni og hamingju ef ég sendi póstinn áfram...
ÞETTA VIRKAÐI EKKI !
Vinsamlegast sendið mér bara peninga, bjór eða súkkulaði árið 2008
Takk fyrir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2008 | 12:57
Mjög fyndið
Opnaðu þessa síðu:
http://www.tatuagemdaboa.com.br/
Sáðu inn nafnið þitt... og nafn einhvers vinar þíns...
Þarft ekki að skrifa email eða neitt - bara smella OK (Eða á Visualizar)
Mjög fyndið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 15:46
IKEA bíll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2008 | 09:22
Fullt af C-vítamín
Þessa dagana er ég með einhverja dellu fyrir appelsínum. Ég tel skýringuna vera þá að ég er að sækjast eftir C-vítamíni sem mig vantar kannski í sólarleysinu eða eitthvað annað... veit ekki.
En ég er farin að nota alveg nýja aðferð þegar að ég tek börkin utan af. Hehehehe...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 16:00
Smá spakmæli
Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og flensa.
Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram að brosa.
Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.
Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá
laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.
Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og
skildi þá hversu mikils virði það er.
Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.
Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af
stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allann heiminn. BROSUM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 13:53
Elli kerlingin
Það er voða gott að sjá gamlar myndir af hinu fallega fólkinu, við hliðina á nýjum myndum. Við eldumst öll, greinilega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2008 | 20:43
Í safnið
Nýtt í safnið : Þetta eru fínir grófir skór.
Fyrir ykkur sem vitið ekki um hvað ég er að tala þá er ég að safna orðum sem fela andstæður í sér. Ég sýndi listann hér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Nánar tiltekið 31.janúar 2007. Set slóðina á þá færslu hér að neðan.
Lýsi jafnframt eftir fleiri hugmyndum ef þið lumið á
http://annavidars.blog.is/blog/annavidars/entry/112365
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 11:50
Hafið
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. Ég hef aldrei verið sterk í að sjá í gegnum þessar sjónhverfingamyndir.
Vinkona mín sem sendi mér þessa mynd sagði að ef maður starir nógu lengi á maður að sjá hafið.
Ég reyndi í þó nokkurn tíma en sama hvað ég glápi þá kem ég ekki auga á þetta fjandans haf sem vinkona mín talaði um.
Hvað með ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 11:39
AGNBEYKIÐ - sá smekkvísasti
04.06-13.06 og 02.12-11.12
Frá agnbeykinu stafar kaldri fegurð. menn horfa ekki á eftir þessu fólki aðeins meðan það er ungt og það er engin furða. Það hugsar mikið um úlit sitt og er mjög smekkvíst. Oft er það sjálfhvert, því það vill gera sér lífið eins létt og möglega er unnt. Því leitar það að hlýju og skilningsnæmum félaga. það þráir hrifningu, viðurkenningu og lalit frá öðrum. það lifið gjarnan í draumaveröld og er sjaldnast hamingjusamt tilfinningalega. Oft verða aðrir ástfangnir af því , þá þess að það kunni neina ást að gefa í staðinn. Agnbeykið hugsar sig um of lengi og of oft. Það óttast að velja rangt og er í stöðugum ótta við að á það sé leikið
Hér man ég eftir Skúla mági og Þorsteini frænda.
Þetta er síðasta í þessari upptalningu um trjátegundirnar. Ég vona að þeir sem þetta lásu, höfðu eitthvað gaman af. Þetta er svona aðeins öðruvísi en maður hefur séð hingað til. Ég hafði alla vega gaman af þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 23:14
Þjóðverjinn
Gömul pólsk kona spyr barnabarnið sitt: "Hvað heitir aftur Þjóðverjinn sem er alltaf að fela fyrir mér hluti?"
"Hann heitir Alzheimer, amma mín"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)