Færsluflokkur: Bloggar
28.1.2008 | 12:46
Risessan hjá lækninum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 15:41
Með þeim betri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2008 | 22:41
Húmor í lagi.
Rakst á þetta skilti á netinu. Þetta kallar maður húmor. Einhver orðinn þreyttur á óstýlátum krökkum. Hahahaha...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 10:34
BEYKI - hið álitsfagra
22.12
Gott úlit - ekkert skiptir beytið meira máli. Oft yfirdrífur það klæðaburð sinn og íburð í húsakynnum. Þarna er lífð með afbrigðum vel skiplagt, því beykið er svo útsjónarsamt og hagsýnt. Þetta eru afbragðs fjármálamenn. það er sparsamt, en ekki nískt. Aldrei tekur ónauðsynlega áhættu og kostirnir og gallarnir eru vandlega athugaðir, áður en ákvörðun er tekin. Þetta fólk er vel lagað til forystustarfa. Í ástum er það kannski ekkert ógurlega spennandi, en því skynsamari lífsförunautar. Það sækist eftir auði og hamingjuj og leggur megináherslu á að vera alltaf vel upplagt og viðbíð að mæta deginum.
Man eftir einum. Yngsti bróðir pabba. Svei mér þá, ég held að lýsingin passi bara alveg við hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 16:10
ÓLÍFUTRÉÐ - viskan sjálf
23.09
Ólífutréð elskar sólina, er jafnlynt og skynsamt og forðast árekstra. Vegna ríkrar réttlætiskenndar og tilfinninganæmi hefur það góðan skilning á öðru fólki. Samt mundi það ekki óumbeðið fara að skipta sér af annarra högum. Til þess er það of hógvært og umburðarlynt. Eins er það í ástum. Olífutréð umber að maki sinn hafi fullt frelsi og það þótt það sé honum sjálfum aðeins til skaða. Þetta stafar ekki af veiklyndi - þetta er bara lífsafstaða. Því mun það aldrei sýna merki um afbrýðisemi. Veikist það eru það oftast gigtarsjúkdómar sem eru á ferðinni. Þetta fólk er oftast glaðlynt.
Held að ég þekki engan sem eigi afmæli 23.sept.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 16:06
Ískaldur sannleikur þessi
Hér kemur lítil saga úr kvikmyndahúsi hér í bæ og þessi er sönn!
Kona ein fór í bíó með börnin sín þrjú. Í hléinu ákvað hún að gefa börnunum ís og fór því í sjoppuna.
Nú, þegar öll börnin eru komin með ísana sína og hún er búin að borga langar konuna skyndilega líka í ís.
Hún segir því táningsstúlkunni sem var að afgreiða hana að sig langi líka í ís og hún skuli bara skella honum á kortið. Hún réttir svo stúlkunni krítarkortið sitt.
Stúlkan starir á hana og hváir við.
,,Mig langar í ís lika, skelltu honum bara á kortið," endurtekur konan.
Ok segir stúlkan, tekur kortið, fer að ísvélinni, tekur í handfangið og skellir einu stykki ís beint á kortið sem hún hélt á í hinni höndinni.
Það þarf vart að taka það fram að þeir mörgu sem urðu vitni að þessum atburði störðu í fyrstu furðu lostnir á ísinn á kortinu en sprungu svo úr hlátri.....
Já, það er víst satt sem sagt er, raunveruleikinn slær skáldskapnum við...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 21:39
Frábært myndband
Rakst á þetta frábæra myndband um daginn. Ákvað að deila því með ykkur. Mér finnst alltaf frábært þegar að fólk fær góðar hugmyndir og framkvæmir þær. Tek það fram að innihald myndbandsins er ekki aðalatriðið í mínum huga, heldur að frábær undirbúningur hjá herramanninum. Hann á (h)rós skilið fyrir þetta.
Kíkið á þetta : http://www.metacafe.com/watch/132255/airport_wedding_proposal/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 13:41
BJÖRKIN - sköpunargáfa í ríku mæli
24.06
Hún er viðkvæm og fíngerð. Öllum líður vel í návist hennar. Hún hatar allt snobb, því sjálf er hún svo blátt áfram. Hún kærir sig ekki um ofát og drekkur lítið og almennt séð fer ekki mikið fyrir henni: Hún er elsk að náttúrunni og á gott með að aðlaga sig nýjum kringumsætðum. En þótt hún sé svona viðkvæm að sjá, þá er ekki öll sagan þar með sögð. Hún getur unnið á við tvo. Hún er ekki sérlega ástríðufull í ástum, en tilfinningar hennar eru stöðugar og hún er trygg. Hún gerir allt hvað hún getur til að gera maka sinn hamingjusaman. Gáfur hennar eru miklar og hún hefur mikið ímyndunarafl. Þótt metnaður hennar sé ekki úr hófi keyrandi, þá finnst henni honum fullnægt, ef hún er ánægð með starfsafsköst sín.
Ég þekki held ég bara engan sem á afmæli 24.júní.
Bloggar | Breytt 16.1.2008 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 16:48
ASKURINN - metnaðurinn númer eitt
25.05-3.06 og 22.11-01.12
Hann er aðlaðandi og vinsæll. Því fer hann eigin leiðir og gefur "skít" í það sem aðrir segja. Askurinn er metnaraðfullur, vel gefinn og snjall. En nái hann ekki markmiðum sínum, þá skiptir hann gjarnan um umhverfi. En hvað um það. Það er hægt að hægt að treysta á hann og byggja á honum. Í ástum er hann reikull og oft lætur hann skynsemina ganga fyrir tilfinningunum. En þegar hann á annað borð er búinn að gera upp hug sinn, þá er það alvara. Þótt askurinn sé dagfarslega ósköp vingjarnlegur, þá getur hann verið sjálfselskur og sýnt löngun til að troða vilja sínum upp á aðra.
Baldvin bróðir, Hinni mágur, Guðrún frænka og Ellert vinnufélagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2008 | 10:30
Bregst ekki...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)