Færsluflokkur: Bloggar
19.4.2007 | 21:09
Sumardagurinn fyrsti
Það var gaman í dag, sumardaginn fyrsta
Möööörg hjól á ferðinni í dag
Fyrst fór ég til vinahjóna sem eru líka hjólafólk og hjóluðum saman úr Grafarvoginu og hittum hjólafólk við Fíladelfíu, sem kallar sig Trúboðar, sjá: www.trubodar.com Fórum saman þaðan upp á Höfða. Þar var hittingur á vegum Sniglanna upp á Árntúnsholti hjá N1. Þaðan var hjólað í Hvalfjörðinn og á Skagann. Ég fylgdi þeim reyndar bara að Hvalfirðinum og sneri svo til baka til Reykjavíkur. Það var alveg nóg fyrir mig til að byrja með á NÝJA STÓRA FLOTTA HJÓLINU MÍNU! Voða, voða gaman.
Gleðilegt hjólasumar!
Bloggar | Breytt 20.4.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 19:58
Gleðiálfurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 10:00
Prestar III
Kona ein átti elskhuga sem hún hitti meðan maðurinn hennar var í vinnunni á daginn. Dag einn kom 9 ára sonur hennar óvænt heim og í fátinu ýtti konan honum inn í skáp. Maður hennar kemur heim rétt á eftir, svo hún ýtti elskhuganum líka inn í skápinn.
Drengurinn rauf þögnina meðan þeir stóðu þarna tveir og sagði lágt:
"Það er dimmt hérna inni".
Maðurinn svarar "Já, það er það"
"Ég á fótbolta"
"Það var nú flott"
"Viltu kaupa hann?"
"Nei"
"Pabbi stendur fyrir utan skápinn"
"Allt í lagi, hve mikið?"
"5.000 kall"
Maðurinn borgar umyrðalaust.
2 vikum seinna gerist aftur það sama. Þegar þeir standa í skápnum segir drengurinn:
"Það er dimmt hérna inni"
"Já, það er það"
"Ég á markmannshanska"
Reynslunni ríkari segir maðurinn: "Allt í lagi, hve mikið?"
"10.000 kall"
Maðurinn er pirraður, en borgar þó.
Nokkrum dögum seinna kallar pabbinn á drenginn og segir. "Sonur, náðu nú í boltann og markmannshanskana. Við skulum fara út og spila fótbolta".
"En ég get það ekki, pabbi, ég seldi bæði boltann og hanskana" svarar drengurinn.
"Hvað fékkstu fyrir það?" spurði pabbinn.
"15.000 kall" var svarið.
"15 þúsund kall? Það er algjört okur" Það er ljótt að okra svona á vinum sínum. Nú fer ég með þig í kirkjuna og þú færð að játa syndir þínar fyrir prestinum."
Þegar þeir voru komnir í kirkjuna, ýtir pabbinn drengnum inn í skriftarklefann. Drengurinn hefur aldrei komið þangað áður og veit ekki hvernig hann á að byrja, svo hann segir:
"Það er dimmt hérna inni"
Presturinn svarar. "NEI, NÚ BYRJARÐU EKKI MEÐ ÞETTA HELVÍTI HÉRNA LÍKA!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 20:28
Óbeisluð fegurð
Ég kann vel við húmorinn hjá þeim fyrir vestan. En á Ísafirði verður óhefðbundin fegurðarsamkeppni á morgun, 18.apríl 2007. Eins og segir á heimasíðu keppninnar þá verða keppendur að vera komnir af barnsaldir og vera sem upprunalegastir. Þá er átt við að hárígræðslur, brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir geta útilokað fólk frá keppni. Það meira að segja telst keppendum til tekna ef lífið sést utan á þeim. Er þá átt við að aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalli, loðið bak, appelsínuhúð o.þ.h. teljast til kynþokka. Tekið sérstaklega fram að keppendur þurfa hvorki að grenna sig né þyngja til að geta tekið þátt. Það eru nokkrir titlar sem fólk keppir að. Sem dæmi er það:
- Óbeisluð fegurð 2007
- Michelin 2007
- Húðslit 2007
- Persónuleiki Íslands 2007
- Útlendingur 2007
- Orginal 2007
- Kjarkur 2007
- Hr. Nói 2007
- Fr. Góa 2007
- ofl. ofl.
Þetta er alveg frábært framtak hjá þeim og ekki spurning að svona sprell setur skemmtilega svip og stemmingu á bæjarfélagið. Kíkið á linkinn þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 22:14
Amma í afneitun
Ég á að eiga fleiri myndir af henni þessari, en það er kannski alveg nóg að sýna þessa...
...æ, ég ákvað að bæta inn nokkrum til viðbótar. Ég held að ég sé bara nokkuð sáttari við mjúku línurnar mínar núna. Þó svo að það megi alltaf skoða þennan gullna meðalveg
Bloggar | Breytt 17.4.2007 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 18:59
Lífshættir kvenna
Konur yfir fimmtugt, eignast ekki börn. Þær mundu aldrei muna hvar þær lögðu þau frá sér.
Women over 50 don´t have babies because they would put them down and forget where they left them.
Ein ráðgátna lífsins er hvernig 750gr af konfekti verða 2kg af konu.
One of life´s mysteries is how a 2 pound box of candy can make a woman gain 5 lbs.
Ég læt hugann reika..., en stundum yfirgefur hann mig
My mind not only wanders, it sometime leaves completely.
Besta leiðin til þess að gleyma öllum vandræðum, er að ganga í of þröngum skóm.
The best way to forget all your troubles is to wear tight shoes.
Hið góða við að búa í litlu bæ, er að þegar ég veit ekkert hvað ég er að gera, veit einhver annar það.
The nice part about living in að small town is that when you don´t know what you´re doing, someone else does.
Með aldrinum verður erfiðara að léttast. Árin, líkaminn og fitan bindast vináttuböndum.
The older you get, the tougher it is to lose weight because by then, your body and your fat are really good friends.
Ég var einmitt að sættast við gærdaginn, en þá kom þessi dagur.
Just when I was getting used to yesterday, along came today.
Stundum finnst mér ég skilja allt, en svo kemt ég aftur til meðvitundar.
Sometimes I think I understand everyting, then I regain consciousness.
Ég hætti að skokka mér til heilsubótar þegar hitinn af læranúningnum kveikti í sokkabuxunum.
I gave up jogging for my health when my thighs kept rubbing together and setting my pantyhose on fire.
Undarlegt! Ég hengi eitthvað upp í skáp og eftir smátíma hefur það hlaupið um tvö númer!
Amazing! You hang something in your closet for awhile and it shrinks two size!
Horrenglur pirra mig! Sérstaklega þegar þær láta út úr sér hluti eins og : "Veistu, stundum bara gleymi ég að borða" Sko, mér hefur tekist að gleyma hvar ég á heima, hvar ég lagði bílnum, hvers dóttir mamma er og hvar ég setti lyklana. En ég hef aldrei gleymt að borða. Hvílík heimska: að gleyma að borða!
Skinny people irritate me! Especially when they say things like, "You know, sometime I just forget to eat" Now I´ve forgotten my address, my mothers´s maiden name and my keys. But I´ve never forgotten to eat. You have to be a special kind of stupid to forget to eat.
Vandi sumra kvenna er að þær æsast upp útaf einhverju ómerkilegu og giftast því svo.
The trouble with some women is that they get all excited about nothing and then they marry him.
Það stóð í grein að dæmigerð einkenni streitu væru að borða of mikið, kaupa það allt sem manni dettur í hug og að aka of hratt. Er ekki í lagi með þetta lið? Þette er það sem gefur lífi mínu gildi.
I read this article that said the typical symptoms of stress are: eating too much, impulse buying, and driving too fast. Are they kidding? That is my idea of perfect day.
Ég hef komist að leyndarmáli fatanna frá Victoria´s Secret. Leyndarmálið er að engin eldri en þrítug passar í þau.
I know what Victoria´s Secret is. The secret is that nobody older than 30 can fit into their stuff.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 09:56
Prestar II
Ítalskur kórdrengur fer í skriftarstól til að játa syndir sínar.
"Fyrirgefðu Faðir, en ég hef syndgað. Ég hef verið með lauslátri stúlku"
Presturinn spyr, "Er þetta þú, litli Johnny Parisi?
"Já Faðir, það er rétt"
"Og stúlkan sem þú varst með?"
"Ég get ekki sagt það Faðir. Ég vil ekki sverta orðspor hennar"
"Jæja, Johnny, ég held að ég eigi eftir að komast að því hver hún er, svo að það er alveg eins gott fyrir þig að segja mér það sjálfur núna. Var það Tina Minetti?"
"Ég get ekki svarað því"
"Var það Teresa Volpe?"
"Ég mun aldrei kjafta frá"
"Var það Nina Capelli?"
"Því miður, ég bara get ekki sagt þér það"
"Var það Cathy Piriano?"
"Varir mínar eru innsiglaðar"
"Var það Rosa De Angelo, nokkuð?"
"Í Guðs bænum Faðir, ég get ekki sagt þér það"
Presturinn andvarpar og er ekki sáttur. "Þú ert þagmælskur, Johnny Parisi og ég dáist að því. En þú hefur syndgað og verður að taka úr þína refsingu. Þú getur ekki verið kórdrendur hjá okkur næstu 4 mánuði, því miður. Farðu nú og hagaðu þér eins og ungum manni sæmir.
Johnny gengur til baka í kórstæðið sitt og vinur hans Nino vippar sér að honum og hvíslar. "Hvað fékkstu?"
"4 mánaða frí og fimm góðar vísbendingar"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 14:00
Ekki henda gömlu reiðhjólum...
Fékk þetta í netpósti og langar að koma því á framfæri. Alveg bráðsniðug hugmynd hjá þeim
Bloggar | Breytt 25.4.2007 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 18:23
HondANNA
Bloggar | Breytt 12.4.2007 kl. 06:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2007 | 18:02
Prestar I
Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða. " Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?" "Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan. "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni." "Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagðí presturinn. Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan. Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir. "Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn. "Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn. "Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið er ónotað."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)