Færsluflokkur: Bloggar

Mannfólkið er skrítið

Ég fékk þessar myndir í tölvupósti og get ekki neitað því að þær hristu all verulega upp í mér. Það er bara svo ömurlegt til að vita að menn sjá ekki neinar aðrar lausnir en stríð til að gera upp ágreining. Eftir öll þessi ár... öll þessi stríð... hefur mannskeppnan ekkert lært?

herm1  herm2  herm3  herm4  herm5 

Þessar myndir sýna mjög svo glögglega að "hermenn" eru ekkert annað en fólk eins og ég og þú.  Svo er verið að senda menn í stórum stíl út í þessa hörmulegu vitleysu.


Gleðilega páska!

DSC03403 ...eða eins og mér heyrðist einn segja hér um árið : "Gleðikona í háska!"  Var ekki alveg að skilja hvað var í gangi.


Nýtt hjól

Jæja komin með nýjan fák. Rosalega flottur.

Honda Shadow Sabre. 1100cc.

Árgerð 2000. Ekið aðeins 1200mílur.

Það sér varla á hjólinu. Eins og nýtt.

hjól

Flott! Ekki satt?


Campari og Samfylkingin

Þessi póstur er að ganga á netinu þessa dagana. Hef það reyndar sterklega á tilfinningunni að þetta komi úr herbúðum Sjálfstæðismanna Wink

Veistu hver er munurinn á Campari og Samfylkingunni?

campari

Bæði rauð og bitur, en Campari nær samt 21%


Ómetanleg

Þessi mynd er alveg ómetanleg. Sjáið svipinn á "hinni stúlkunni". Hahaha... þetta byrjar snemma.

Það eru bara ekki til orð til að lýsa þessari krúttlegu mynd 

 

Luma með einum góðum brandara sem ég ætla ekki að reyna að þýða yfir á okkar ylhýru íslensku :

A six-year-old boy told his father he wanted to marry the little girl across the street. The father, being modern and well-schooled in handling children, hid his smile behind his hand.
"That's a serious step," he said. "Have you thought it out completely?"
"Yes," his young son answered. "We can spend one week in my room and the next in hers. It's right across the street, so I can run home if I get scared of the dark."

"How about transportation?" the father asked.

"I have my wagon, and we both have our tricycles," the little boy answered.
The boy had an answer to every question the father raised.

Finally, in exasperation, his dad asked, "What about babies? When you're married, you're liable to have babies, you know."

"We've thought about that, too," the little boy replied.
"We're not going to have babies. Every time she lays an egg, I'm going to step on it!"

Lóan er komin...

loan ... að kveða burt snjóinn. Þetta er uppáhalds árstíminn minn. Frétta að Lóan er komin til landsins finnst mér alltaf jafn æðillegt. Fæ aldrei leið á þessari frétt, þó svo að hún komi á hverju ári þá er það alltaf jafn yndislegt.

Að því leitinu til öfunda ég Hornfirðinga af því að vera fyrstir til að heyra í henni. Kannski ég ætti bara að flytja þangað og bæta við einu nafni hjá mér. Hvernig lýst ykkur á Anna Lóa Viðarsdóttir? Hahaha!

 

...að kveða burt leiðindin, það getur hún Whistling


Mótorhjól til sölu

Hjólið mitt er... var til sölu.

Honda Shadow ACE 750cc. Árgerð 2001.

Ekið 16.000mílur. Í frábæru ástandi

Selt !DSC02392Selt !

 

En talandi um mótorhjól þá langar mig að láta einn góðan flakka :

Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss.

Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð.

Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir : "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!"

Mótorhjólatöffarinn horfið á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur að efni til slagsmála út af litlu tilefni.

Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta sem ég hef nokkur tíman prófað!"

Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð.

Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla.

Horfist í augun á honum og segir...

"Afi... farðu heim... þú ert fullur"


Fyndnar hugmyndir

Ég hef svo gaman af sniðugum hugmyndum. Hér eru fyndin kaffimál.

bolli-1

bolli-2

Smellið á myndirnar og þá fáið þið stærri útgáfur!


Áminning - könnunin

Bara að minna ykkur á að taka þátt í könnuninni hér til vinstri. Rennur út 1.apríl Ninja

Stjörnumerkin og kosningar 2007

Það styttist í kosningar. Ef ég man rétt þá eru þessir flokkar í boði. Sett upp í stafrófsröð :

  • Framsókn
  • Frjálslyndi flokkurinn
  • Íslandshreyfing
  • Samfylkingin
  • Sjálfstæðisflokkurinn
  • Vinstri grænir

Nú ætla ég að giska á hvaða flokk þú myndir kjósa og tek ég mið af stjörnumerkjunum.

  • Hrútur - Orkumikill, tilfinningaríkur, sjálfstæður, einstaklingshyggjumaður, opinskár, kappsfullur, brautryðjandi. Vilt nýjungar, óþolimóður, fljórfær, uppstökkur, hleypur frá álfnuðu verki, úthaldslítill = Íslandshreyfing
  • Naut - Staðfast, hagsýnt, jarðbundið, hlédrægt, þolinmótt, rólegt, fast fyrir, úthaldsmikið, íhaldssamt, traust. Vilt ná áþreifanlegum árangri og fást við gagnleg og uppbyggileg mál. Þrjóskt, latt, þröngsýnt og fastur í sama farinu. = Framsókn
  • Tvíburi - Fjölhæfur, félagslyndur, hress, málgefinn, forvitinn, glaðlyndur, stríðinn, léttlyndur, bjartsýn, vingjarnlegur, hefur ríka tjáningarþörf. Leiðist vanabinding, lofar upp í ermina á þér. Fer of hratt úr einu í annað = Samfylkingin
  • Krabbi - Tilfinninganæmur, íhaldssamur, viðkvæmur, hlédrægur, hagsýnn, heimakær, fjölskyldumaður, náttúruunnandi. Þarft að dvelja í mannúðlegur og tilfinningalega lifandi umhverfi. Sveiflukenndur, nískur og sjálfsvorkunnsamur = Vinstri grænir
  • Ljón - Lifandi, skapandi, stjórnsamt, orkumikið, sjálfstætt, opið, einlægt, traust, stórhuga, miðja fyrir aðra. Ákveðið, skoðanafast, vill framfarir, líf og skapandi athafnir. Ráðríkt, sjáfsupptekið, þolir illa gagnrýni = Sjálfstæðisflokkurinn
  • Meyja - Nákvæm, samviskusöm, hagsýn, iðin, hlédræg, gagnrýnin, hjálpsöm, skipulögð. Eirðarlaus og vill ná áþreifanelgum árangri. Sér ekki skóginn fyrir tjánum og hefur minnimáttarkennd = Samfylkingin
  • Vog - Félagslynd, listræn, jákvæð "diplómatisk" Vingjarnleg, leitar jafnvægis, með sterka réttlætiskennd, vill sjá margar hliðar á hverju máli. Óákveðin, tvístígandi, ósjálfstæð, segir ekki meiningu sína til að hafa aðra góða = Skilar auðu, þar sem þú getur ekki ákveðið.
  • Sporðdreki - Tilfinningaríkur, dulur, hægur, skapstór, sér í gegnum fólk og stjórnsamur. Varkár og móttækilegur. Niðurrífandi, magnar upp, gerir smámál að stórmáli, frekur, öfgafullur, bældur, svartsýnn og hefnigjarn = Sjálfstæðisflokkurinn
  • Bogmaður - Fjölhæfur, lifandi, opinskár, hress, léttlyndur, frjálslyndur, víðsýnn, stórhuga á sífelldum þeytingi, þarf frelsi. Leiðist vanabinding. Fljótfær, yfirorðslegur og fer úr einu í annað = Sjálfstæðisflokkurinn
  • Steingeit - Ábyrg, hagsýn, skipulögð, alvörugefin, metnaðargjörn, dugleg, stjónsöm, formföst og kerfisbundin. Hefur "heiminn á herðunum". Er jarðbundin og vill áþreifanlegan árangur. Þver, tilfinningalega lokuð og frek = Frjálslyndi flokkurinn.
  • Vatnsberi - Hugsuður (pælari) athugull, félagslyndur, sjálfstæður, víðsýnn, hlutlaus, fer eigin leiðir. Byltingarmaður og þarf að vera í félagslega og hugmyndalega lifandi umhverfi. Kaldur, ópersónulegur, afskiptalaus, sérvitur, hræddur við tilfinningar = Íslandshreyfingin
  • Fiskur - Næmur, tilfinningaríkur, listrænn, sterkt ímyndunarafl, fjölhæfur, leitandi. Skapstór, sterkt innsæki, þolir ekki bönd. Sveigjanlegur, skiptir oft um skoðun og stefnu. Sveiflukenndur, óviss, tvístígandi = Ógilt, af því að það má ekki merkja við fleiri enn einn

Jæja, er ég langt frá því að geta rétt? Shocking


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband