Færsluflokkur: Bloggar

Sægreifinn

Var á rúntinum í miðbænum í dag. Leiðinda rok og rigning. Mikið vorkenndi ég útlendingunum sem voru á ferðinni. Þau voru gjörsamlega að drukkna í roki og rigningu. Ég kíkti aðeins í Kolaportið og átti reyndar erindi þangað, aldrei þessu vant. En mér finnst orðið mjög gaman að kíkja þangað. Fannst það ekki gaman hér áður.

En síðan ákvað ég að kíkja til Sægreifans margfræga í gömlu verbúðunum við Miðbakkann. Það vantaði ekki að hún var góð Humarsúpan margfræga. Ég hefði reyndar viljað hafa hana ögn þykkari, sem þýðir meiri rjóma Tounge Já... nei... þetta var fínt svona. Maður verður auðvitað að hugsa um línurnar Wink

Það er eitthvað við þennan stað sem er mjög sjarmerandi. Mæli alveg með því að kíkja þangað í súpu.

www.saegreifinn.is       www.kolaportid.is


Mentos

mentos2Ég er búin að fara nokkrum sinnum inn á www.mentos.is 

Er ekki alveg viss um hvort að ég eigi að mæla með því en úff hvað maður verður límdur við þetta. Þetta er kúluspil sem gerir mann alveg háðan þessu. Þetta var reyndar leikur þar sem þú gast skráð þig inn á lista, en leiknum er lokið. Reyndar það er alveg aukaatriði í mínum huga.

Jú... ég mæli með því að þið kíkið á þettan tengil. Góða skemmtun Tounge


Skoðanakönnun

Police Hey þú!

Nú eiga allir að taka þátt í skoðanakönunni minni hér til vinstri. Það er skylda að merkja við AngryGrin


tfirksligepS

?ðaþ asel ða rukky rugneg ginrevH .kab á rutfa anovs nitroksilæmfa afirks ða lit ðaþ á muním murðærb irdle fa rannA

annA Kissing


Leifsstöð

leifsstodNú er ég búin að fara þrisvar út fyrir landsteinana á síðustu tólf mánuðum. Það eru ekki neinar smá breytingar sem er verið að gera á Leifsstöð. Maður upplifir sig sem útlending eða á erlendri flugstöð í hver skipti. Búið að færa allt til og ekkert í líkingu við það sem það var síðast þegar að komið var þangað. Það þarf að finna út úr því í hvert sinn hver skal halda og læra allt upp á nýtt. Það stefnir alla vega í að það verði mjög flott þarna, þó svo að það virki hálf klúðurslegt núna.

Þetta er farið að vera partur af spennunni við að fara til útlanda.... hvernig er umhorfs í Leifsstöð núna? W00t


Mae West 1892 - 1980

Mae West var hér á árum áður mjög fræg bandarísk leikkona. Fæddist 17. ágúst 1892 og lést 22. nóvember 1980. Hún var mjög reffileg og átti það til að vera alveg sérstaklega orðheppin. Í raun var hún langt á undan220px-MaeWest sinni samtíð varðandi samskipti sín við karlmenn.  Enda á hún margar frábærar setningar. Hér eru nokkrar þeirra:

  • Of mikið af því góða getur verið dásamlegt.
  • Hjónabandið er dásamleg stofnun. En ég er ekki tilbúin að vistast á stofnun.
  • Ég forðast freistingar - nema þær séru ómótstæðilegar.
  • Þegar að ég er góð er ég mjög góð. Þegar ég er óþekk er ég ennþá betri.
  • Það eru ekki mennirnir í lífi mínu sem er aðalatriðið, heldur lífið í mönnunum mínum.

Svo er eiginlega ekki hægt að þýða margt af því sem hún sagði. Það skilar sér ekki í þýðingu, svo að ég læt nokkra fylgja á hennar eign tungumáli.

  • A hard man is good to find
  • A man´s kiss is his signature.
  • Anything worth doing is worth doing slowly.
  • Between two evils, I always pick the one I never tried before.
  • Give a man a free hand and he´ll run it all over you.
  • I like restraint, if it doesn´t go too far.
  • I never worry about diets. The only carrots that interest me are the number you get in a diamond.
  • I only have "yes" men around me. Who needs "no" men?
  • I only like two kinds of men, domestic and imported.
  • I speak two languages, Body and English.
  • I used to be Snow White, but I drifted.
  • I wrote the story myself. It´s about a girl who lost her reputaion and never missed it.
  • I´ll try anything once, twice if I like it, three thimes to make sure.
  • I´m a woman of very few words, but lots of action.
  • It is better to be looked over than overlooked.
  • It takes two to get one in trouble.
  • It´s hard to be funny when you have to be clean.
  • Ten men waiting for me at the door? Send one of them home, I´m tired.
  • The best way to hold a man is in your arms.
  • The score never interested me, only the game.
  • Those who are easily shocked should be shocked more often.
  • When choosing between two evils, I always like to try the one I´ve never tried before.
  • When women to wrong, men go right after them.
  • You only live once, but if you do it right, once is enough.

Engill

Þetta er alveg ótrúlega flott mynd sem náðist í Mosfellsbæ núna um daginn. Eða hvað finnst ykkur?

engill

Ef þið smellið á myndina þá fáið þið stærra eintak af henni Smile


Snilldarhönnun

Ég elska þegar að maður rekst á góðar hugmyndir. Svo að ég tali nú ekki um smá húmor með. Eins og þessir burðarpokar.

neglur  byssa  sipp  hengdur

Sá fyrsti er með auglýsingu á efni fyrir þá sem vilja hætta að naga neglur sínar.

Næsti fyrir byssuverslun. Held samt að þetta geti ollið ursla og nettum misskilningi, hehehe...

Ég veit ekki hvað YKM stendur fyrir en það myndi henta t.d. íþróttavöruverslun.

Þessi síðasti er kannski full grófur, meira að segja fyrir minn smekk. Nema... hvað með tóbaksölubúðir? Devil


Krúttlegt

Ég veit ekki hvort að þetta er tilbúningur eða sönn saga, en krúttlegt er það.

Kona var úti að ganga með 4 ára gamla dóttur sinni. Stelpan beygir sig niður og tekur eitthvað upp af gangstéttinni og ætlaði að setja það upp í sig. Móðirin var fljót að stoppa hana af og sagði henni að hún mætti ekki gera þetta. "Af hverju ekki" spurði dóttirin. "Af því að það var á jörðinni og við vitum ekki hvar það hafði verið, svo er það skítugt og örugglega fullt af sýklum" svaraði móðir hennar. Stúlkan lítur upp til móður sinnar full aðdáunar og spurði "Mamma, hvernig veist þú svona margt?"

Móðirin hugsaði fljótt um og svaraði "Mömmur vita þetta bara. Þetta er á mömmuprófinu. Þú verður að vita þetta annars færð þú ekki að vera mamma"  Þær gengu þegjandi í 2-3 mínútur og stelpan var greinilega að melta þessa nýju upplýsingar. "Vá... nú skil ég" stelpan sagði. "Ef þú nærð ekki prófinu þá verður þú pabbinn" Móðirin svaraði með bros á vör "já, alveg rétt".


Jólasveinninn

joliÞví miður var ég að komast að því hvernig jólasveinninn er þegar að hann er ekki að vinna í kring um jólin. Ég lofaði að segja ekki frá því en fékk að taka mynd af honum og páfagauki hans þar sem hann var að slá blettinn hjá sér. Eina sem ég get sagt er að hann á tvö heimili. Þetta sem hann býr á utan jólavertíðarinnar er mikið sunnar á hnettinum. Meira segi ég ekki Frown

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband