Færsluflokkur: Bloggar

R.I.P.

Ég var með mjólkurferni fyrir framan mig áðan og sá þar teikningu af legsteini sem á stóð R.I.P. Það minnti mig á þann misskilning sem ég heyrði fyrir einhverju síðan. Að "rúsínan í pylsuendanum" væri þýðing á þessari ensku skammstöfun "rest in peace" og er þá átt við þá látnu. Að lokapunkturinn á lífinu og tilverunni væri eitthvað gott. Eins og sæt rúsina í síðasta bitanum af pylsunni. En ég veit að þetta máltæki er þýtt úr dönsku og er "rosinen i pølseenden". Danir settu víst oft rúsínur í endan á blóðpylsum þegar að var verið að troða í þær. Sú sem ég talaði við um þetta vissi ekki hvort að þetta var gert barnanna vegna, en okkur þótti það líklegt.

Handfrjáls búnaður

Ég verð að játa mig seka í einu máli. Það er þetta með handfrjálsa búnaðinn fyrir gsm símann minn. Ég er ekki dugleg að nota hann í þessu fáu skipti sem ég tala í símann á ferð í mínum eðal jepplingi. Það liggur við að það sé meira truflandi fyrir mig að láta handfrjálsa búnaðinn virka en að sleppa honum alveg. Líklega er best að fá sér bluetooth síma og vera með þetta snúrulaust.

En eitt sem ég er búin að taka eftir síðan að það var sett í lög að við þurfum að nota búnaðinn. Það er að atvinnubílstjórarnir á stóru trukkunum eru svo til undantekningalaust ekki með þennan búnað. Ég er búin að taka eftir þessu allt of oft að þeir eru að rembast við að tala í símann á meðan að þeir eru á gatnamótum að taka vinstri beygjur sem dæmi. Komast ekkert áfram því að þeir þurfa jú að skripta svo ört um gír á þessum bílum þegar að þeir eru að taka af stað. Þetta eru ekkert sjálfskipt tryllitæki sem þeir eru að aka á um götur og vegi landsins. Ég veitti þessu fyrst athygli þegar að ég var fyrir aftan einn á Skeiðarvoginum og við vorum bæði að bíða eftir að komast inn á Sæbrautina í vinstri beygju. Ég skildi bara ekkert hvað var að hjá manninum, þar til að ég komst fram úr honum og sá að hann var að reymbast við að halda bílnum á veginum, skipta um gír, tala í símann og... reykja! Enda var hann búinn að teppa alla umferð á stórum flutningabil með tengivagn. Ég flautaði nett á hann og hristi hausinn þegar að hann leit niður til mín. Ég fékk nú bara á móti nett blikk. Honum fannst þetta ekki stórmál greinilega. En takið eftir þessu, þeir eru flestir að tala í gsm á ferð á þessum trukkum. Farin að halda að þeir stundi eitthvað símavændi í hjáverkum.

Gæti hljómað eitthvað á þessa leið: "Hvað segir þú elskan?... stuna (verið að setja bílinn í gír)  er einhver gredda í minni?... uummmaaahhhh (tekin kröpp vinstri beygja) vantar þig sannan karlmann?... uuhhhhah (bíllinn rekinn í annan gír) ég er roslega góður... vaahhh (hækkar um einn gír)

Æ, ég segi nú bara svona Whistling   Nú fer ég að horfa á trukkabílstjóra með allt öðrum augum, hahaha Já og þegar að maður fer að hugsa út í það, þá eru þeir með þetta fína bæli í bílunum og geta boðið upp á heimsendingarþjónustu! Hahahaha... nei nú er ég hætt! Úfff!


O mæ god!

Vinkona mín sagði mér frá atviki sem átti sér stað í sundlaugunum í Laugardal. Ég veit ekki hversu margir hafa komið inn í líkamsræktina Laugar. Hliðin á húsi Lauga sem snýr að Laugardalslauginni er eiginlega bara gluggar. Gluggarnir eru skyggðir þannig að það sést yfirleitt bara í þá átt sem bjartara er. Þ.e. ef að það er bjart úti, þá sést ekki inn og ef það er dimmt úti og upplýst inni, þá sést ekki út bara inn.... skiljiði? Sko, um daginn þá var par á miðjum aldri í lauginni. Eitthvað hafði greinilega hitnað á milli þeirra, því að þau fóru inn á grassvæðið á milli laugarinnar og líkamsrætarstöðvarinnar og fóru að láta vel að hvort öðru. Þau fóru í hvarf frá sundlaugagestum og gengu í skugga um að það sæist ekki til þeirra frá sundlauginni. Gerðu sér greinilega enga grein fyrir því að þau voru í beinni sjónlínu frá þeim sem voru á hlaupabrettunum inni í líkamsræktarstöðinni. Þau fóru víst alla leið... þið skiljið... do-do Wink og á meðan voru hróp, köll og blístur í stöðinni. Svo gengu þau bara sæl og glöð í burtu og höfðu ekki hugmynd um að það var tugi manns að fylgjast með þeim.

Hahaha.... Devil


Kolaportið

Hafið þið komið í Kolaportið nýlega? Ég verð að segja að fyrir nokkru síðan þá þoldi ég ekki þennan stað. Þoldi ekki lyktina, hávaðann og allt þetta "furðulega fólk". Svo hef ég verið að leggja leið mína þangað annað slagið og er farin að hafa gaman af þessum stað. Ef að maður gefur staðnum smá þolimæði og jákvæðni, þá virkar hann allt öðru vísi á mann. Það úir og grúir af alls konar fólki og hlutum þarna. Ég hef verið að detta um nokkrar gullmola þarna í dótinu. Er reyndar ekkert dugleg að prútta, en leiðist ekki að gera góð kaup. Um daginn keypti t.d. stóra og vel með farna smáhlutahillu úr eik. Borgaði ekki nema 250 kr. fyrir hana. Var með smá samviskubit að borga ekki meira fyrir hana, en þetta var bara stráklingur með ekkert verðskyn sem seldi mér hana. Svo hef ég fundið nokkra skemmtilega kopar og messing hluti, sem ég hef svo gaman af. Kíkti um daginn þegar ein sem vinnur með mér var þarna með hóp að krökkum í lúðrasveit að safna í ferðasjóð. Þau voru með kompudót að heiman og seldu fyrir hátt í 200 þúsund, laugardag og sunnudag. Vel af sér vikið! Auðvelt að bóka bás ef einhverjir eru að spá. Farið bara á www.kolaportid.is

Heldri borgararnir okkar

 Granny's

granny

 

Ég er ekki alveg að fatta þetta kerfi sem snýr að  okkur þegar að við verðum löggild gamalmenni. Af hverju þarf að gera þetta svona flókið? Mér finnst þetta mjög einfalt. Þegar að þú er orðin 67 ára þá áttu bara sjálfkrafa að fá þinn lífeyri. Ég get ekki séð hvað það skipti máli hvort að þú heldur áfram að vinna eða ekki. Skattman fær jú sitt af laununum ef þú heldur áfram. Þú ert búin að vinna inn fyrir þessum lífeyrir og það kemur engum við hvað eða hvernig þú ráðstafar því. Það er ömurlegt að vera fullfrískur og þurfa að vera að hafa áhyggjur af þessu. Þetta á að vera tímabil sem þú hlakkar til. Að hafa einfaldan valkost, ekki að þurfa að vera að hafa áhyggjur af því að vera að "tapa" peningum. Næ þessu ekki Angry 

 


Siðferðilega spurningar

Spurning 1

Segjum sem svo að það væru kosningar fram undan og kjósa ætti nýjan leiðtoga fyrir landið. Það væri þrír í framboði og hér að neðan eru staðreyndir um þessa aðila. Þetta eru raunverulegar lýsingar á þekktum leiðtogum.

Frambjóðandi A : Er í samkurli við spillta stjónmálamenn og ráðfærir sig við stjörnufræðing. Hann hefur átt tvær hjákonur, henn keðjureykir og drekkur 10 Martini drykki á dag.

Frambjóðandi B : Hann hefur verið rekinn úr starfi tvisvar, sefur til hádegis. Notaði Opíum í framhaldsskóla og drekkur hálfa vískýflösku á hverju kvöldi.

Frambjóðandi C : Hann er verðlaunuð stríðshetja og grænmetisæta. Hann reykir ekki, fær sér bjór stöku sinnum og hefur aldrei staðið í framhjáhaldi.

Hvern af þessum frambjóðendum myndirðu kjósa? Nöfn þessara mann eru hér niðri til hægri og skrifaði ég nöfnin þeirra aftur á bak til að það verði ekki eins auðvelt að sjá svörin FootinMouth

tlevesooR .D nilknarF : A

llihcruhC notsniW : B

 reltiH flodA : C

Spurning 2

Ef að þú vissir af óléttri konu sem að ætti 8 börn fyrir. Þrjú þeirra heyrnalaus, tvö eru blind, eitt er fatlað og þrjú með sýfilis. Myndir þú mæla með því að hún færi í fóstureyðingu eða myndir þú ráðleggja henni að eiga barnið?

...ef þú ert að velta fyrri þér að senda konuna í fóstureyðingu þá varstu að drepa Ludwig Van Beethoven. Áhugavert ekki satt? Fær mann til að hugsa um að vera ekki of dómharður á fólk.

Wink Mundu það; Það voru óreyndir byrjendur sem byggðu Örkina hans Nóa, en atvinnumenn sem smíðuðu Titanic!


Nú reynir á heilann

Stóra spurningin : Getur þú fundið manninn á myndinni?

kaffibaun

Læknar hafa fundið út að ef þú finnur manninn innan 3 sek þá er hægra heilahvelið virkara hjá þér en flestu fólki. Ef þú finnur hann einhvers staðar á tímanum frá 3 sek upp í mínútu þá er hægra heilahvelið í eðlilegri starfsemi. Ef þú ert lengur, eða frá einni mínútu upp í 3 mín þá er hægra heilahvelið of hægvirkt og þarft að borða meira protein. En ef það tekur þig lengur en 3 mín þá þarftu alvarlega að skoða það að fara að stunda æfingar fyrir heilann. T.d. ráða krossgátur, leggja kapal, tefla eða eitthvað sem hjálpar þér að koma heilasellunum af stað.

Tek það fram að ég var um 10 sek að finna manninn Cool


Eiríkur Hauksson

eikiÉg les í lófa þínum

Les í lófa þínum leyndarmálið góða

Ég sé það nú, ég veit og skil

Það er svo ótal margt sem ætla ég að bjóða

Já betra líf með ást og yl

          Í lófa þínum les ég það

          að lífið geti kennt mér að

          ég fæ aldrei nóg

          ég vil fara frjáls með þér

          og fljúga yfir land og sjó

Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast

við höldum tvö um höf og lönd

Um lífið leikum við og lófar okkar mætast

þá leiðumst við já hönd í hönd

          Í lófa þínum les ég það

          að lífið geti kennt mér að

          ég fæ aldrei nóg

          ég vil fara frjáls með þér

          og fljúga yfir land og sjó

          Ég ætla að fara alla leið

          með ást á móti sorg og neyð

          Fæ aldrei nóg

          ég vil fara frjáls með þér

          og fljúga yfir land og sjó

Höfundur texta: Kristján Hreinsson

Höfundur lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson

 


Barndýr eða gælubarn

BarndýrÞað hefur sem betur fer breyst mikið síðustu ár með spurningaflóð varðandi barneignir hjá mér eða hvort að kisukonan ætlaði ekki að fá sér kisu. Sennilega í bland forvitini og eða umhyggja á bak við þessar vangaveltur vina og vandamanna. En það sagði mér aldrei neinn að það hefði verið hægt að slá þessu tveimur "dýartegundum" í eina. Þá hefði ég kannski hugsað mig um...

en ég held að það sé oft seint að hugsa um það núna Whistling


Hann spyr... Hún svarar...

Hann spyr... Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara. Það er ekkert til að halda! Hún svarar... Þú ert í nærbuxum, er það ekki?

Hann spyr... Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld? Hún svarar... Það er frábær hugmynd, þú stendur við strauborðið á meðan að ég sit í sófanum.

Hann spyr... Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem ég lét þig fá? Hún svarar... Snúðu þér á hlið og líttu í spegil.

Þetta eru nú gamlir brandarar, en skemmtilega sígildir. Eða hvað finnst ykkur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband