Færsluflokkur: Bloggar

Svolítið klikkað

Ef þú situr við hlið einhvers í flugvél eða lest sem fer í taugarnar á þér gerir þú eftirfarandi:

1. Taktu fram tölvutöskuna þína hljóðlega og settu hana fyrir framan þig.

2. Taktu upp ferðatölvuna þína.

3. Kveiktu á tölvunni.

4. Fullvissaðu þig um að manneskjan sem pirrar þig sjái skýrt og greinilega á tölvuskjáinn.

5. Lokaðu augunum og líttu upp til himins, mumlandi eitthvað óskiljanlegt í hljóði.

6. Opnaðu augun, brostu sigurvissu, ölítið geðveiku brosi og opnaðu eftirfarandi krækju:

http://www.thecleverest.com/countdown.swf

Klikkar ekki! Hehehe....


Smá hugleiðingar Andy Rooney

untitledAndy Rooney er einn af mínum uppáhalds fréttamönnum. Hann kemur yfirleitt með skemmtilega pistla í 60 minutes. Hér er eitt af þeim. 

 

Eftir því sem ég eldist, met ég mest konur yfrir fertugt og hér eru nokkrar ástæður fyrir því:

Kona yfir fertugt mun ekki vekja þig um miðja nótt og spyrja þig "hvað ertu að hugsa?" Hún kærir sig kollótta um hvað þú ert að hugsa.

Ef kona yfir fertugt vill ekki horfa á leikinn með þér vælir hún ekki yfir því. Hún gerir eitthvað sem hana langar til og yfirleitt er það áhugaverðara en leikurinn.

Konur yfir 40 eru virðulegar. Þær fara sjaldan í öskurkeppni við þig í óperunni eða á fínum veitingastað. Auðvitað gera þær það ef þú átt það skilið, þá hika þær ekki við að skjóta þig ef þær halda að þær komist upp með það.

Eldri konur eru ölátar á hrós, oft óverðskuldað. Þær vita hvað það er að vera ekki metin að verðleikum.

Konur verða skyggnar með aldrinum. Þú þarf aldrei að viðurkenna misbresti þína fyrir þeim. Þegar þú getur litið framhjá einni eða tveimur hrukkum, er kona yfir 40 langtum kynþokkafyllri en yngri kynsystur hennar.

Eldri konur eru hreinar og beinar. Þær segja þér eins og skot að þú sért asni ef þú hagar þér sem slíkur. Þú þarft aldrei að fara í grafgötur með hvar þú hefur þær.

Já, við dásömum konur yfir fertugt af mörgum ástæðum. Því miður er það ekki gagnkvæmt. Því fyrir hverja glæsilega, smarta og vel greidda konu yfir fertugt, er sköllóttur, vambmikill forngripur í gulum buxum gerandi sig að fífli fyrir 22gja ára genglibeinu.

Konur, ég biðst afsökunar.

Til allra þeirra karla sem segja: "Af hverju að kaupa kúna þegar þú getur fengið mjólkina frítt" hér eru nýjar upplýsingar;

Nú á tímum eru 80% kvenna á móti giftingum. Hvers vegna? Vegna þess að konur gera sér grein fyrir að það borgar sig ekki að kaupa heilt svín þótt þær langi í smá pylsu!

Andy Rooney


Besti brandarinn

Það hefur verið haldin kosning um heimsins besta brandara sem sagður hefur verið. 100.000 tóku þátt í því að velja úr 40.000 bröndurum. Brandari eftir mann að nafni Spike Milligan fékk afgerandi kostningu. Milligan þessi náði 83 ára aldri, en hann lést árið 2002. En heimsins besti brandari hljómar eitthvað á þessa leið :

Tveir menn frá New Jersey voru á veiðum úti í skógi, þegar annar þeirra dettur allt í einu niður og liggur hreyfingalaus á jörðinni. Hann virtist ekki anda og augun voru stjörf. Hinn maðurinn dregur upp farsímann sinn og kallar á neyðarlínuna skelfingu lostinn. Þegar að hann nær sambandi segir hann óðamála við starfsmann neyðarlínunnar: "Vinur minn er dáinn! Hvað á ég að gera?" Starfsmaður neyðarlínunnar segir við með rólegri og yfirvegandi röddu: "Svona tökum þessu bara rólega. Ég get aðstoðað þig. Fyrst og fremst, verum viss um að hann er látinn" Það er smá þögn... svo heyrast tvö skothljóð og maðurinn kemur aftir í símann og segir: "Jæja... þá er það afgreitt. Hann er dauður, hvað á ég að gera næst?" Crying LoL

Það er ekki hægt að neyta því. Hann er helv... góður þessi! hahahaha...


Vínmatvörubúðir

bjorinnÞað hefur verið mikil umræða um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Ég verð að segja að ég sé ekki alveg fyrir mér það dæmi ganga upp. Sjái þið fyrir ykkur að koma inn í Bónus, Krónuna, Hagkaup eða hvað þessar búiðir heita, og ætla að fá að kaupa áfengi? Hafið þið tekið eftir hvernig fólk er við afgreiðslu í búðum nú til dags? Þetta eru bara krakkar! Þau eru sjálf ekki komin með aldur til að kaupa áfengi, hvað þá að afgreiða það. Það er einna helst í Nettó sem þetta væri hægt. Þar er flest afgreiðslufólkið fullorðið. Ég held að engin sem er hlyntur þessari hugmynd hafi reiknað dæmið til enda...

Ég hef alltaf viljað vera öryrki !

...hmmm Shocking Hljómar einkennilega? Ekki ef að þú hefur lesið úrdrátt úr nýrri orðabók!

  • Að þykkna upp............. Verða ólétt
  • Baktería....................... Hommabar
  • Búðingur...................... Verslunarmaður
  • Dráttarkúla.................. Eista
  • Dráttarvél.................... Titrari
  • Dráttarvextir................ Meðlag, barnabætur
  • Flygill........................... Flugmaður
  • Frumvarp..................... Fyrsta varp fugla
  • Hangikjöt..................... Typpi í afslöppun
  • Heimskautafari............ Tryggur eiginmaður
  • Herðakistill................... Bakpoki
  • Kónsvörn..................... Forhúð
  • Kópía........................... Hjákona
  • Kúlulegur..................... Feitur
  • Líkhús.......................... Raðhús
  • Meinloka...................... Plástur
  • Mismæla....................... Mæla vitlaust
  • Myndastytta................ Kvikmyndaklippari
  • Ryðvörn....................... Skírlifsbelti
  • Ringulreið.................... Grúppusex
  • Skautbúningur............. Kvenmannsnærbuxur
  • Tíðarskarð.................... Skaut konu
  • Upphlutur.................... Brjóstarhaldari
  • Úrhellir......................... Kanna
  • Veiðivatn..................... Rakspíri / ilmvatn
  • Vindlingur.................... Veðurfræðingur
  • Þorstaheftur................ Óvirkur alki
  • Öryrki.......................... Sá sem er fljótur að yrkja.

Þetta er nú bara ágrip úr lengri lista sem ég fann. Spurnig hvort að maður fari að auka orðaforðan og skreyta ögn


já... nei... !

Hafið þið áttað ykkur á því að það er hægt að svara spurningu bæði játandi og neitandi í einu? Það er sennilega séríslenskt. Við gerum þetta oft, að svara spurningu með : "já... neei..."  Þá erum við búin að mýkja neitunina. En ég og nokkrir ferðafélagar mínir tókum okkur til og fórum að safna að okkur svona skemmtilegum andstæðum. Hér er listinn yfir það sem við grófum upp:

  • já... nei... 
  • djúpur grunnur (húsgrunnur)
  • stærra minni (um tölvur)
  • blaut þurrkur (rakir klútar)
  • að fara að koma (oft notað í spurningu þegar að verið að bíða eftir einhverjum: ertu ekki að fara að koma?)

Listinn er eitthvað aðeins lengri. Man ekki fleiri atriði í augnablikinu. Pinch Þarf sennilega stærra minni...

  • svart hvítt (sjónvarp)
  • súr sæt (sósa/matur)
  • Nýja gamla (Oddný verður fertug í sumar) Grin
  • eldar Ísar (kann Ísar Guðni að elda?)
  • afar ömmulegir

Lifa lífinu lifandi

oldyÞað er alveg á hreinu að ef mér helst aldur og heilsa til, þá ætla ég að lifa lífinu lifandi fram á rauðan dauðann. Ég ætla ekki að setjast með hendur í skauti og bíða eftir að eitthvað gerist. Heldur ætla ég að taka þátt í lífinu. Þessi mynd hér til hliðar minnir mig heldur betur á það. Sjáið þið mig ekki fyrir ykkur? Gamla gráhærða í rauðum leðurjakka, brunandi á mótorhjólinu mínu? Hahaha... Vá! hvað það verður gaman.  Kissing 

Eru þið með? Wink

smilybike 


Er ég latur letingi eða.... ?

... á ég erfitt með að sleppa jólunum? Hahaha Grin

GreniÞað er 27. janúar sem segir mér að þriðji í jólum var fyrir mánuði síðan. Loksins tók ég það síðasta niður af jólaskrautinu. Það var rauða serían og greinið út á veröndinni hjá mér. Stóð þarna úti í rigningarslagveðri og pillaði seríuna af og svo með naglbít að að losa greinið. Úff... þetta var kannski ekki besta veðrið til að standa í þessu, en það er einmitt afsökunin sem ég er búin að vera með síðan 7. janúar. Í 20 daga er ég búin að vera með þá sömu afsökun að það er ekki nógu heppilegt veður til að taka niður seríuna. Eftir hverju var ég að bíða? Hitabylgju? Það stóð til að taka þetta niður daginn eftir þrettándan, en nei... aldrei nógu heppilegt veður eða eitthvað þaðan af fáránleg afsökun.

Nú hanga þrjár rennblautar grenilengjur upp á snúru inn í þvottahúsi... þannig að strangt til tekið er ég ekki búin að "taka niður" jólaskrautið. Á eftir að "taka það niður" af þvottasnúrunni... hahaha LoL


Neðanjarðarbyrgið

Nú hefur enn ein stúlkan kært Guðmund í Byrginu. Þetta er nú ömurlegt mál hvernig sem á það er litið. En mig langar að kasta fram einum brag sem ég heyrði um daginn :

Við getum ei tekið hann Guðmund í sátt,

þótt syndum öllum hann hafni.

Því fyrr má nú vera að fá sér drátt,

í Frelsarans Jesús nafni.

... og þar með hef ég lokið máli mínu varðandi Byrgið.

Halo Anna


Hvernig á að afgreiða húsverkin

Þegar að svona kona eins og ég... kona sem vantar alveg þörfina fyrir að grípa ryksuguna og moppuna reglulega væri óskandi að það væri hægt að hafa þetta einfaldara. T.d. setið með fartölvuna í fanginu fyrir framan sjónvarpið. Dæmi :

1. Stofnaðu nýtt skjal í tölvunni þinni.

2. Gefðu skjalinu nafnið "Húsverkin"

3. Sendu skjalið í "Ruslafötuna".

4. Tæmdu "Ruslafötuna".

5. Forritið mun spyrja þig "Ertu viss um að þú viljir þurrka út Húsverkin endanlega?"

6. Rólega svaraðu "Já" og smelltu ákveðið með músarbendlinum.

7. Góð tilfinning?

Virkar hjá mér! Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband