Færsluflokkur: Bloggar

Skemmtileg síða

Datt inn á síðu með fullt af skemmtilegum varningi sem hægt er að kaup. Ég veit reyndar að gengi krónunnar er ekki hagstætt, en það er gaman að skoða hvað hægt er að nálgast. Ef þið smellið á linkinn hér að neðan, þá lendið þið beint inn á það sem ég held að verði jólagjöfin í ár handa honum.

firebox.com

 

 


Grasið grænna hinu megin?

Í lífinu getur verið mikilvægt að hgusa út fyrir rammann, jafnvel að skoða grasið hinum megin við girðinguna sem sýnist grænna...

...en maður verður að gæta sín.

 

 

Það getur verið hættulegt að nálgast grasið græna!

grænna1

 

Þegar þú ert að bugast af álagi og ert fastur í stöðu sem þú getur ekki losnað úr, er mikilvægt að muna eftir því að...

grænna2

 

Það er ekki víst að þeir sem birtast, komi endilega til að hjálpa þér!!

grænna3


Nýtt hobby

Ég er að spá í að setja upp skotskífu í bílskúrnum. Hvernig lýst ykkur á nýja hobbý-ið mitt?

skotskífa

Frímerki

Það er komin sniðug þjónusta hjá póstinum. það er hægt að útbúa sitt eigið frímerki með mynd af sjálfum sér eða einhverju öðru fallegu.

Tékkið á þessu posturinn punktur is  Agalega sniðugt á jólapóstinn ykkar. En þá dettur mér eitt í hug : Af hverju er ekki ennþá búið að gefa út frímerki með mynd af Davíð Oddssyni?

?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?

Svar:
-Vegna þess að þá myndu Sjálfsstæðismenn ekki vita hvora hliðina þeir ættu að sleikja!!!!



Að "haarda"

Nú er komið nýtt orð hjá unglingunum. Þeir eru farnir að segjast vera bara "að haarda" þegar að þeir eru ekki að gera neitt.

Fyrir þá sem eru ekki búnir að fatta þetta þá er þetta tilvísun í Geir H. Haarde. Sem sagt, að gera ekki neitt = að haarda.

Frekar skondið hjá þessum krökkum, verð nú bara að segja það Joyful


Nokkuð góður þessi...

Íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti svissneska kollega sinn og spurði hann af hverju Svisslendingar væru með sjávarútvegsráðherra það væri jú engin sjór í kringum Swiss.

Svissneski ráðherrann svaraði með annarri spurningu: "Hvað eruð þið að gera með fjármálaráðherra?"

Fyrsta verk Barac Obama

whitehouse

...að sjálfsögðu.


Hvernig létta eldri borgarar sér lífið?

Almenningur veltir því stundum fyrir sér hvað eldri borgarar geri sér til dægrarstyggingar. 

eldriborgarar

Hér er saga þessara hjóna :

Um daginn fórum við hjónin til dæmis niður í bæ og versluðum lítið eitt. Við vorum ekki nema 5 mínútur inni í búðinni.  Svo þegar við komum út, var lögregluþjónn að skrifa sektarmiða.

Við gengum rakleitt til hans og ég spurði hvort hann væri ekki til í að gefa eldri borgurum landsins smá séns? Hann lét sem hann sæi okkur ekki og hélt áfram að skrifa sektarmiðann, rétt eins og við værum ekki til.

Ég kallaði hann Nasistalöggu, möppudýr, fant og fúlmenni. Hann rétt leit til mín, greinilega öskureiður og skrifaði svo annan sektarmiða, því bíllinn var á of slitnum dekkjum.

Þá kallaði konan mín hann öllum illum nöfnum, svo sem skíthaus, hálfvita, sauðnaut og valdhrokagikk. Hann klárði að skrifa seinni miðann og bætti honum undir rúðuþukkuna. Svo tók hann til við að skrifa þriðja sektarmiðann, því bíllinn var óskoðaður. Svona leið næsta korterið . Við úthúðuðum lögreglumanninum og hann nánast fjölritaði sektarmiðana og stakk þeim þegjandi og hljóðalaust undir rúðuþurrkuna, en fjári var hann orðinn rauður í framan.

Okkur var svo sem slétt sama. Við erum löngu hætt að keyra bíl, komum með strætó í bæinn, en við grípum hvert tækifæri sem gefst til að skemmta okkur svolítð. Það er svo mikilvægt fyrir fólk á okkar aldri!

                     hehehe... Devil Svei mér þá, ég er farin hlakka til þess að komast á eftirlaun.


Hahaha... svona hefði ég líka brugðist við.

Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að eiginmaðurinn sagði að
hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi
næringu.

Eiginkonan brást skjótt við, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður
bjórnum
hans. 

 

Lélegur svefn

Eftir að ég missti alla trú á bankana þá hef ég sofið svo illa...

seðlarnir

Eigið þið við sama vandamál að stríða?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband