Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2008 | 20:52
Já sæll !
Þetta loft er málað í reykherbergi...býsna viðeigandi !!!
...og hér að neðan er málað gólf í baðherbergi !!!
Ímyndaðu þér... þú ert alveg í spreng... hleypur að klósettinu og opnar hurðina...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008 | 19:50
Kveðið í kreppunni og fleira kreppukennt.
Þótt veraldargengið sé valt
og úti andskoti kalt
Með góðri kellingu
í réttri stellingu
bjargast yfirleitt allt.
... hér er annað.
Vappar kappinn vífi frá
veldur knappur fríður.
Happtappinn honum á,
hangir slappur niður.
Það er búið að reikna út hvernig sumarfríi við íslendingar höfum efni á sumarið 2009. Sjá skýringarmynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 21:13
Kreppugrín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 15:29
Sniðugt ráð þar sem við á...
Næsta dag kom fluttningsbíllinn og sótti allt dótið.
Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drak flösku af Chardonnay.
Þegar hún hafði borðað, gekk hún hringinn í hvert einasta herbergi og tróð
rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum !
Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið.
Þegar maðurinn kom tilbaka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir
ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta.
Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út.
Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega kanski voru þar dauðar mýsog rottur, teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar.
Meindýravörnin var kölluð til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga. Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega. Ekkert hjálpaði.
Vinirnir hættu að koma í heimsókn. Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu. Húshjálpin sagði upp.
Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.
Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán til að kaupa nýtt hús.
Fyrrverandi - eiginkonan hringdi til mannsins og spurði hvernig gengi.
Hann sagði henni söguna um rotna húsið.
Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur.
Maðurinn var viss um að, ex-ið vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við konuna að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs. Hún samþykkti það.
Viku seinna stóðu maðurinn og kærastan í húsinu í síðasta sinn -
þau hlógu yfir sig hamingjusöm og þeim var létt þegar fluttningsbíllinn kom og sótti allt þeirra dót
til að keyra því yfir í nýja húsið.
- þar á meðal gardínustöngunum!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2008 | 21:47
Eitthvað fyrir kisukonur eins og mig
Yndislega skemmtilega klippt myndband við lagið með henni Björk
"it´s o so quiet"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 21:43
Ólöf Erla
Var að horfa á Innlit/útlit í kvöld. Þar var listakona með alveg ótrúlega flottar myndir. Kíkið á síðuna hennar
hér getið þið farið beint á myndasíðuna hennar
http://oloferla.deviantart.com/gallery/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 21:29
Snöggur að hugsa
Boðskapur sögunnar: Þó gamlir menn hreyfi sig hægt, þá eru þeir snöggir að hugsa.
Læt þetta myndband fylgja með
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 18:45
Tvær auglýsingar...
...önnur gömul frá síðustu öld, en skondin í samanburði við það sem er að gerast núna á Ameríku
...og önnur frá því í vikunni, líka skondin miðað við ástandið á Íslandi í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 15:49
Samfó í vinnuna
Nú þegar að skóinn kreppir að, væri ekki úr vegi að við legðum hluta bílaflotans og yrðum samfó í vinnuna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)