Færsluflokkur: Bloggar
6.11.2008 | 10:53
Takk Færeyingar!
Ef þið viljið þakka Færeyingum stuðninginn þá getið þið skrifað nafnið ykkar
á undirskriftarlista sem er að finna á eftirfarandi slóð:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 21:06
Léleg frammistaða
Eins og maður er búinn að sjá margt skemmtilegt á netinu þá hef ég verið ótrúlega léleg að setja eitthvað hérna inn. Ætla nú að bæta úr því. Hér kemur ein gáta
Hvað þarf marga borgarstarfsmenn til að skipta um ljósaperu í götuvita?
Svar neðar á síðunni...
Maður myndi halda einn eða að mestu tveir...
Það þarf að sjálfsögðu fjóra
Vissu þið ekki alveg svarið við þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 23:14
Nýja Annan
Ég var að spá í að skitpa um kennitölu og nafn. Ef ég gerði það yrði ég ekki skuldlaus?
Hér með heiti ég Nýja Annan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 21:46
Réttur staður og rétt stund með myndavélina við höndina.
Elska svona myndir af dýrum. En þessi síðasta er með þeim betri...
..."When I get out, someone´s gonna DIE!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 23:16
Jól í skókassa
Hvað er jól í skókassa? Kíktu á www.skokassar.net
Ef ykkur langar að láta gott af ykkur leiða, þá er hér ein leið til þess.
- Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. hægt er að nálgast skókasa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
- ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-18). Merkið kassann með límmiða með viðeigandi með upplýsingum um aldursflokk viðtakanda og kyn ef það er þörf á því.
- Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
- Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.
Það er KFUM og KFUK sem heldur utan um þetta verkefni. Tekið er á móti kössum í húsi þeirra við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 til 17:00. Síðasti móttökudagur er laugardaginn 8.nóvember kl.11:00 til 16:00.
Þessir pakkar fara til barna í Ukraínu til barna á munaðarleysingjarheimilim, baranaspítölum og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 22:12
Nískupúkinn punktur is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 23:05
Björgum krónunni
Ef þið viljið taka þátt í því að bjarga krónunni, þá getið þið smellt ykkur inn á þennan vef hérna :
http://www.gogogic.com/kronan/
Gangi ykkur vel !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 19:36
Með vinsemd og virðingu
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina
Höf: Hjálmar Freysteinsson, læknir og hagyrðingur á Akureyri.
Mikið til í þessum orðum, enda segir ég oft að maður fullt af stórum gullmolum. Gullmolarnir eru fjölskyldan og allt þetta frábæra fólk sem leggur það á sig að þekkja mig og umgangast.
Ég er sko flugrík!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)