Til hvaða lands var ég að fara?

Fékk ábendingu um að það væri ár síðan að ég setti eitthvað hér inn. Ákvað að verða við áskorun og koma með eitthvað efni...

 

2007 þá ákváðum við Alli að skella okkur í borgarferð að vori. Prag varð fyrir valinu. Okkur langaði að skoða þessa gömlu og fallegu austatjaldsborg og sjá hvað hún hafði upp á að bjóða. Heimsferðir auglýstu pakkaferðir dagana eftir páska. Við ákváðum að slá til að skella okkur í borgarferð til Prag.

Þegar að ég fór aðeins og velta fyrir mér þessari borg, þá fattaði ég allt í einu að ég hafði ekki hugmynd um hvaða landi hún tilheyrði. Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því að ég vissi ekki til hvaða lands ég var að fara til. Svkalega var það skrítin tilfinning og mér leið eins og algjörum kjána. Varð allt í einu svo hrædd um að einhver spyrði mig um þetta og ég yrði að játa vanþekkingu mína. Ég fór í huganum að rifja upp landafræðiþekkingu mína og kom ekki beint að digrum sjóði þar. Prag, jú, þegar að ég var að læra landafræði í gamla daga þá tilheyrði hún Tékkóslóvakíu. En hvað heitir landið í dag? OMG! Hvað mér fannst þetta fáránlegt. Ég skoðaði bæklinginn frá Heimsferðum og mér til mikillar undrunar kom þar hvergi fram hvaða landi þessi borg tilheyrði. Ég trúði ekki mínum eigin augum og leið eins og í vondum draumi. Fór síðan á internetið og fletti því upp þar og þar sá ég það loksins... Tékkland. Vá hvað mér létti þegar að ég var búin að komast að þessu. 

Eftir þetta þá gerði ég smá tilraun. Spurði fólk svona af handhófi hvort að það vissi þetta og viti menn, ég var ekkert ein um þetta. Það var ennþá meiri léttir. Léttir að finna að ég var ekki ein um þetta. Við erum sennilega ekkert betri en Ameríkanar sem við gerum stöðugt grín að. Að þeir þekki ekki neitt út fyrir sitt fylki. 

Þegar að við vorum komin með miðana í hendurnar fór ég að spá í gjaldmiðilinn. Jú, ég fann út að gjaldmiðillinn heitir koruna, eða króna eins og við segjum á íslensku. Ég ákvað að sjá hvort að það væri hægt að kaupa þennan gjaldmiðil hér á landi og það var hægt. Fór í Forex í Bankastræti og gat keypt koruna sem erlendir ferðamenn höfðu komið með inn í landið. Það fannst mér alveg snilld. Þarna gat ég keypt strax réttan gjaldmiðil og þurfti ekki að kaupa evrur eða dollara hér heima til að skipta aftur í Tékklandi og borga tvisvar þjónustugjald til að eignast rétta gjaldmiðil. En Forex er víst ekki lengur hér á Íslandi, því miður. 

Hefur þú komið til Prag? Prag er sko í Tékklandi ef þú vissir það ekki :) Getur séð fallegar senur frá borginni í t.d. Mission impossible með Tom Cruse.

Með stórborgarkveðju,

Anna stórborgari

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband