Ég er stífla

Hef oft gert nett grín af mér, varðandi stærðina. En núna get ég sagt með réttu að ég er stífla. án þess að skrökva nokkuð þá get ég með réttu sagt að ég sé stífla. Mitt breiða bak, mínar mjúku lendar, mín þykku læri... allt þetta gerir mig að stíflu. Þetta er í senn bæði grátlegt og broslegt. Maður ætti kannski að gera eitthvað í þessu? Hver vill vera stífla? Ekki ég! En staðreyndin er samt þessi, ég er stífla. Spurning hvort að það er hægt að gera virkjun, en nei ég held að það sé ekkert að græða á þessu. Ég er bara einföld stífla sem ekki er hægt að virkja.

Ég man svo vel eftir því þegar að ég áttaði mig á þessu. Ég varð svo hissa. Hló eins og kjáni og fann að ég roðnaði smá. Alli kallaði til mín og spurði hvort að það væri ekki allt í lagi hjá mér. Jú ég sagði honum að það væri allt í lagi með mig eða þannig. Væri bara búin að uppgötva það að ég væri stífla. Hann ætlaði ekki að hætta að hlæja þessi púki. Fattaði strax hvað ég var að meina. En ég var bara að lesa svo skemmtilega bók, gleymdi að ég var búin að taka tappann úr baðkarinu og svo þegar að ég stóð upp þá fossaði allt vatnið sem ég geymdi á bak við mig fram og skvettist um allar áttir. Ég sem sagt síflaði stóran hluta vatnsins í baðkarinu þegar að ég sat í því. Svo þegar að ég stóð upp búin að tæma það sem var fyrir framan mig, nú þá náttúrlega...  já, ÉG ER STÍFLA Blush

Stíflanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kannast við þetta vandamál:-(

Kv.hin Stíflan

Heida (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband