Nískupúkinn ég

Það er eiginlega frekar fyndið að í mörg ár er ég búin að vera að horfa á snyrtitösku frá Marimekko sem mig langar í en aldrei látið það eftir mér að splæsa henni á mig. Ég meina hvað oft er ég búin að sjá hana í verslunum út um allt. Bæði hér á landi og erlendis. Alltaf þegar að ég fer í gegnum Leifsstöð þá kíki ég á þessar töskur og hugsa... á ég... á ég ekki... og það er alltaf saman sagan hjá mér. Anna þú kaupir ekki snyrtitösku sem kostar 6.900 kr. undir eitthvað snyrtidótadrasl!!! Ég er náttúrlega algjör Jóakim önd sem kaupir ekki dýra hluti handi mér. Það er hægt að kaupa margt annað sem kostar minna og þjónar sama tilgangi. Ég á samt ótrúlega margar ljótar snyrtitöskur sem mig langar ekki að nota. Hmm... það segir mér kannski eitthvað?

Svo um daginn þá var ég með saumaklúbb. Svo sem ekkert merkilegt við það. Skemmtilegar stelpur og samkjöftuðu ekki og allt eins og það á að vera. Tvær þeirra höfðu verið á sama ballinu helgina áður og voru að hlægja að viðbrögðum annarra þeirra þegar að hún fór á barinn. Bað um Margarítu, sem er note bene uppáhalds áfengi drykkurinn minn í dag. Þjonninn blandar þennan dýrindis drykk handa henni og skellir honum upp á borð og segir : "1.700 kr" Hún GARGAR á þjóninn SAUTJÁNHUNDRUÐ KRÓNUR!  SAUTJÁNHUNDRUÐ KRÓNUR! FYRIR EITT GLAS! Þjóninn varð hálf vandræðalegur og sagði bara eins og er að hann ynni bara þarna. Það væri ekki hann sem ákveddi hvað drykkirnir kostuðu. Hún róaðist aðeins niður og rétti honum síðan debetkortið sitt og borgaði sínar sautjánhundruð krónur. Hún keypti ekki fleiri Margarítur þetta kvöldið.

En þetta fékk mig til að hugsa. Jahérna hér... ef það kostar 1.700 kr að kaupa eitt glas á bar og ef ég færi á trjúttið og keypti mér fjögur glös af Margarítu þá væri það sama verð og fyrir eina snyrtitösku frá Marimekko.

Daginn eftir þá "datt ég í það". Fór í Epal og splæsti á mig einni tösku frá Marimekko. Ég er svo ánægð með hana að hún fær ekki að fara inn í skáp. Hún fær að vera upp á borði inn á baði hjá mér. Fína flotta MarimekkoMargarítuSnyrtitaskan mín.

marimecco_001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Kveðja,

Anna sukkari

...áður Jóakim Önd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband