Færsluflokkur: Bloggar

Kosningardagur

Framundan er kosning um þetta blessaða Icesave. Ætla nú ekki að fara að tjá mitt neitt um það hér, þar sem ég hef ekkert vit á þessu. Hvað er svo sem að marka það sem maður heyrir hjá þessum blessuðu sérfræðingum. Það er auðvelt að koma með rök með eða á móti og rugla mann allveg í rímínu.

En það rifjaðist upp fyrir mér þegar að það var verið að tala um kosningar, þegar að ég fór að kjósa á Stjórnlagaþingið. Ég hef nú sjaldan verið talin pen og dömuleg, en Guð minn góður hvað ég gerði mig að miklu fífli þegar að ég fór að kjósa. Ég var næstum því búin að rústa kennslustofunni sem ég mætti í til að kjósa. Það voru þessi blessuðu bylgjuplastskilrúm sem mörkuðu af básana fyrir kjósendur.

Ég kem þarna inn og byrja á því að reka töskuna mína í kjörkassann sem var á borði við dyrnar. Hann fór á flug og við gipum hann í sameiningu ég og konan sem stóð vörð í dyrunum. Það hrökk upp úr mér þegar að ég var með aðstoð konunnar að koma kassanum aftur fyrir á boðinu að það var eins gott að vörðurinn var á verði. Hún hló bara góðlátlega að mér, en ég fann samt að hún hafi augun á mér. Eins gott að fylgjast með henni þessari.

Svo sýni ég skilríki og fæ kjörseðilinn minn. Þarna voru sennilega hátt í 20 básar í einni kennslustofu og ég bara ein á ferð. Hafði þarna alla stofuna fyrir mig. Geng að fremsta básnum við gluggaröðina og ætlaði að setjast voða pent niður. Nei, nei, þurfti mín ekki að reka hægri ermina á úlpunni minni í skilrúmið og allt á fleygi ferð. Ég hljóðaði upp og greip í skilrúmið áður en það fór á flug. Brosti eins og hálviti til fólksins og sagði bara "úbs"!

Jæja, Anna sittu nú pen og reyndu að koma þessu stórslysalaust frá þér. Ég merki við þau sem ég var búin að ákveða að kjósa. Set minnismiðann minn skammlaust í töskuna mína og stend upp. Í helv... bægslaganginum hjá gríp ég töskuna mína með vinstri hendinni og sveifla henni svo af fullu afli í skilrúmið hægra meginn við borðið mitt þegar að ég var að fara frá básnum. Bregður svo mikið við þetta að ég hljóða upp, hendist til að grípa skilrúmið og sparka í stólinn minn í leiðinni. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina þarna á þessu augnabliki. Mikið rosalega skammaðist ég mín svakalega. Fannst ég vera fíll í krystalsbúð. Tók töskuna í fangið, gekk ákveðjum skrefum að kjörkassanum. Stoppaði áður en ég færi að gera eitthvað að mér. Ætlaði aldrei að koma helv... seðlinum í kassann. Dró andann djúpt og gekk knarreist út og baðst afsökunar á þessum brussugangi í mér.

Ég heyri ennþá hláturrokurnar sem glumdu í skólastofunni þegar að ég gekk út ganginn í átt að frelsinu. Ég held að ég leggi ekki í að kjósa um Icesave.


Til hvaða lands var ég að fara?

Fékk ábendingu um að það væri ár síðan að ég setti eitthvað hér inn. Ákvað að verða við áskorun og koma með eitthvað efni...

 

2007 þá ákváðum við Alli að skella okkur í borgarferð að vori. Prag varð fyrir valinu. Okkur langaði að skoða þessa gömlu og fallegu austatjaldsborg og sjá hvað hún hafði upp á að bjóða. Heimsferðir auglýstu pakkaferðir dagana eftir páska. Við ákváðum að slá til að skella okkur í borgarferð til Prag.

Þegar að ég fór aðeins og velta fyrir mér þessari borg, þá fattaði ég allt í einu að ég hafði ekki hugmynd um hvaða landi hún tilheyrði. Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því að ég vissi ekki til hvaða lands ég var að fara til. Svkalega var það skrítin tilfinning og mér leið eins og algjörum kjána. Varð allt í einu svo hrædd um að einhver spyrði mig um þetta og ég yrði að játa vanþekkingu mína. Ég fór í huganum að rifja upp landafræðiþekkingu mína og kom ekki beint að digrum sjóði þar. Prag, jú, þegar að ég var að læra landafræði í gamla daga þá tilheyrði hún Tékkóslóvakíu. En hvað heitir landið í dag? OMG! Hvað mér fannst þetta fáránlegt. Ég skoðaði bæklinginn frá Heimsferðum og mér til mikillar undrunar kom þar hvergi fram hvaða landi þessi borg tilheyrði. Ég trúði ekki mínum eigin augum og leið eins og í vondum draumi. Fór síðan á internetið og fletti því upp þar og þar sá ég það loksins... Tékkland. Vá hvað mér létti þegar að ég var búin að komast að þessu. 

Eftir þetta þá gerði ég smá tilraun. Spurði fólk svona af handhófi hvort að það vissi þetta og viti menn, ég var ekkert ein um þetta. Það var ennþá meiri léttir. Léttir að finna að ég var ekki ein um þetta. Við erum sennilega ekkert betri en Ameríkanar sem við gerum stöðugt grín að. Að þeir þekki ekki neitt út fyrir sitt fylki. 

Þegar að við vorum komin með miðana í hendurnar fór ég að spá í gjaldmiðilinn. Jú, ég fann út að gjaldmiðillinn heitir koruna, eða króna eins og við segjum á íslensku. Ég ákvað að sjá hvort að það væri hægt að kaupa þennan gjaldmiðil hér á landi og það var hægt. Fór í Forex í Bankastræti og gat keypt koruna sem erlendir ferðamenn höfðu komið með inn í landið. Það fannst mér alveg snilld. Þarna gat ég keypt strax réttan gjaldmiðil og þurfti ekki að kaupa evrur eða dollara hér heima til að skipta aftur í Tékklandi og borga tvisvar þjónustugjald til að eignast rétta gjaldmiðil. En Forex er víst ekki lengur hér á Íslandi, því miður. 

Hefur þú komið til Prag? Prag er sko í Tékklandi ef þú vissir það ekki :) Getur séð fallegar senur frá borginni í t.d. Mission impossible með Tom Cruse.

Með stórborgarkveðju,

Anna stórborgari

 


Engin lognmolla

Það fer ekkert á milli mála að Facebook hefur stolið athyglinni frá bloggi og öðrum áður vinsælum síðum á veraldrarvefnum. Spurning hvort að maður eigi að fara að nota bloggsíðuna aftur og skella inn ýmsum vangaveltum og skoðunum, öðrum til ama Devil

Þegar að ég skráði mig upphaflega á blog.is þá var það eingöngu til að setja inn léttmeti og alls konar skemmtilegar myndir sem léttir fólki lundina frekar en að fara inn á alvarleg mál. Núna ætla ég að gera tilraun til að vera ögn alvarlegri, kannski með smá léttum tóni inn á milli. Sjáum hvað setur.

En þar sem það er sjaldnast logmolla á landinu og í þjóðfélaginu, ætla ég að prufa. Frá og með 1.apríl verð ég hér inni á alvarlegri nótum en fram til þessa. 

Þar til næst...


Íslenskir starfir

Hæ pabbi minn

Það er hægt að sækja íslenska stafi ef þú ert með erlent lyklaborð. Það eru til kóðar fyrir alls konar tákn.

sko...

þú heldur niður "alt" takkanum vinstra megin við bilstöngina (getur einnig verið Alt Gr) og slærð inn á talnaborðinu :

"alt" 208  þá áttu að fá "ð"

"alt163  þá áttu að fá "ú"

"alt231  þá áttu að fá "þ"

ég vona að það gangi þá fyrir þig að opna Facebook síðuna þína. Þú getur smellt á þessa slóð til að flýta fyrir að komast inn á Facebook

 www.facebook.com

Vona að þetta gangi. Bið að heilsa mömmu

Kv, Anna

 


Gullkorn barna

Svenni sonur minn kom æpandi út af baðherberginu til að segja mér að hann hefði misst tannburstann sinn í klósettið. Ég fór og veiddi burstann upp úr og henti honum í ruslið. Svenni stóð og horfði hugsandi á, en hljóp svo aftur inn á bað og kom tilbaka með minn tannbursta. Hann hélt honum uppi og sagði með innilegu brosi við ættum þá að henda þessum líka, hann datt í klósettið um daginn".

 

Lítill drengur villtist í Baðhúsinu og endaði inni í sturtuklefanum. Þegar sást til hans, æptu sumar konurnar og reyndu að hylja sig. Drengurinn horfði hissa á og spurði svo.
Hvað er þetta hafið þið aldrei séð lítinn dreng áður".

 

Sóknarprestur nokkur átti leið fram hjá leikvelli einn dag og sá þar nokkra krakka sem voru að jarða lítinn fugl. Þeir voru búnir að útvega sér lítinn kassa og grafa holu og nú átti sonur prestsins að messa yfir gröfinni. Sér til skelfingar heyrði presturinn soninn segja
í nafni guðs, sona og heilagra sanda".

 

Magga litla var að fylgjast með þegar foreldrar hennar höfðu fataskipti til að fara út að skemmta sér. Þegar hún sá pabba sinn fara í jakkafötin sagði hún aðvarandi pabbi, þú skalt ekki fara í þessi föt". Og af hverju ekki elskan mín" spyr pabbinn. Þú veist þú færð alltaf höfuðverk daginn eftir að þú hefur notað þessi föt".


Gömul gáta

Ég er glíma við gamla gátu núna. Ég elska svona gátur. Þessi spyr um karlmannsnöfn. Ég þykist vera komin með einhverjar lausnir. Fæ svörin hjá vinkonu minni / samstarfskonu minni í vikunni. En hvernig gengur ykkur að ráða í þetta?

Einn í dufti ávallt skríður     Ormur

annar skort á mörgu líður    Eiríkur

Oft hinn þriðja eykir draga     Vagn

auga úr kind vill fjórði naga     Úlfur

 

Er sá fimmti aðkomandi      Gestur

ætla ég sjötti í veggjum standi     Steinn

Sjöundi gamall alltaf er     Karl

áttundi á hverri nál þú sér     Oddur

 

Níundi múgur nefnist manns     Lýður

nafn ber tíundi skaparans    Kristinn

Ellefti verður aldrei beinn     Bogi

á þeim tólfa er saur ei neinn.     Hreinn

 

Endilega ef að þið getið fundið einhver nöfn, setið í athugasemdir hér að neðan. Líka þú pabbi! Grin

...hmmm, er Facebook alveg búin að stela athyglinni? Fékk engin viðbrögð Frown


Viðbót á listann minn

Var að bæta á listann minn yfir andstæðu heiti.

  • Hélt áfram aftur á bak.

fyrir þá sem ekki kannast við þennan lista minn þá skráði ég það í blogg 31.01.2007

 http://annavidars.blog.is/blog/annavidars/entry/112365/

Áttu þú viðbót í listann minn? Grin


Einn góður...

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:

Heyrðu elskan – fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum

á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju

kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.

Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og

50 tommu flatskjá – en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið

með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !

Ég verð að játa að ég á skynsama konu : Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:

Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !

Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !

 

Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!


Þetta er dásamlegt ! - ég vil vera Skógarbjörn!

Í þessu lífi er ég kona. Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala Þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði,

ég gæti lifað með því

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú
stendur á gati. Ég gæti líka lifað með því

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við
hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð
sjálfbjarga bangsakrútt, Ég gæti sko alveg lifað með því

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá sem abbast
upp á ungana þína. Og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.
Ég gæti lifað með þessu

Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann
REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn


Próf! Takið þetta próf og verið samviskusöm

Eyddu nú dálitlum tíma í þetta próf, þér mun finnast það sniðugt.
 
Dalai Lama stakk upp á því að prófa þetta próf og sjá hvort að það er rétt. Mjög áhugavert.
 
Bara 4 spurningar og svörin munu koma þér á óvart! heiðarleg(ur), ekki svindla! Hugurinn er eins of fallhlíf, virkar best þegar hann er opinn! Þetta er skemmtun en samt skaltu svara þessu varlega! Ekki svindla!!!! Viðvörun! Þú verður að óska þér einhvers, áður en þú byrjar á prófinu! Svaraðu spurningunum án þess að blanda þér í eh annað.Þetta eru bara 4 spurningar og ef þú kíkir á svörin áður en þú svarar spurningunum, mun þetta ekki standast. Viðvörun!  Kláraðu hvert svar fullkomlega áður en þú byrjar á næstu spurningu. Ekki bakka.Náðu þér í blað og blýant til þess að skrifa niður svörin. Þú þarft að nota þau þangað til að prófinu lýkur. Þetta mun segja þér marga sannleika um þig sjálfa(n). Svaraðu hverri spurningu bara með einu svari. Það fyrsta sem þér dettur í hug er oftast besta svarið. Mundu að enginn þarf að sjá þessi svör, nema þú.   1) Skiptu þessum 5 dýrum eftir því hvernig þér líkar við þau: belja, tígrisdýr, lamb, hestur, svín  2) Skrifaðu eitt lýsingarorð við hvert orð eins og þér finnst lýsa því best:hundur, köttur, rotta, kaffi, sjór   3) Mundu eftir einhverjum sem þekkir þig og er þér mikilvægur og tengdu hann við þessa liti. Ekki endurtaka svörin (skrifaðu hvert nafn bara einu sinni); notaðu bara eina persónu við hvern lit: gulur, appelsínugulur, rauður, hvítur, grænn  4) Skrifaðu uppáhaldsnúmerið þitt og uppáhaldsdaginn þinn í vikunni.     Nú skaltu vera viss um að þessi svör séu það sem þú virkilega vilt. Búinn?  Skoðaðu nú útskýringarnar við svörunum. En áður en þú heldur áfram, skaltu óska þér þessa sömu ósk aftur.   Svörin:  1) Svona táknar þetta í lífinu:
 
- kúin táknar sterkleika
- tígrisdýr táknar stolt
- lamb táknar ást 
- hestur táknar fjölskyldu
- svín táknar peninga
 
2) Lýsingin þín á hundi, lýsir þér.
    Lýsingin þín á ketti lýsir vinum þínum.
    Lýsingin þín á rottu lýsir óvini þínum. 
    Lýsingin þín á kaffi lýsir því, hvernig þú upplifir kynlíf.
    Lýsingin þín á sjó lýsir öllu þínu lífi.
 
 
3) gulur: einhver sem þú munt aldrei gleyma
    appelsínugulur: einhver sem er sannur vinur þinn
    rauður: einhver sem þú elskar heitt
    hvítur: sálufélaginn þinn
grænn: einhver sem þú munt muna eftir allt þitt líf
 
 
4) Þetta skaltu deila með jafn mörgum og uppáhaldsnúmerið þitt er. Það sem þú óskaðir þér mun rætast á uppáhaldsdeginum þínum.
 
 
Sjáðu nú til, hvað Dalai Lama sagði um þúsöld. Hún endist bara í nokkrar sekúndur. Maður verður að skoða, lesa og hugsa!
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband